Frambjóðandi gerir aðra tortryggilega

Í síðustu viku þessar leiðinglegustu kosningabaráttu Íslandssögunnar hefur örvænting gripið einn forsetaframbjóðandann, þann sem mælist með næstminnst fylgið. Í stað þess að berjast hnakkreistur fyrir málstað sínum reynir hann að gera aðra frambjóðendur tortryggilega vegna framlaga í kosningasjóð. vonast líklega eftir fleiri atkvæðum með þessu móti

Þetta er ekki stórmannlegt. Gerir kosningabaráttuna ekki skárri og síst af öllu verður þetta til að afla næstminnstu fleiri atkvæða. Afskaplega slæmri stjórn á kosningabaráttu er án efa hluti skýringarinnar á sæmu gengi viðkomandi. Hin skýringin getur verið að frambjóðandinn var gjörsamlega óþekktur fyrir framboð hans.

Staðreyndin er einfaldlega sú að langflestir þeirra sem ætla að kjósa eru búnir að gera upp hug sinn. Mikið má á ganga svo að breytingar verði á kjörfylgi á kjördag frá því sem skoðanakannanir hafa sínt. Og ljóst má vera að forseti verði endurkjörinn. 


mbl.is Frambjóðendur opni bókhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þú ekki líta þetta réttum augum Sigurður minn.  Er ekki sjálfsögð krafa kjósenda að vita hverjir standa á bak við svo gríðarlega fjármuni sem einn frambjóðandinn sýnilega hefur í sinni kosningabaráttu´?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 12:28

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Frambjóðendur sem keyra með tugmilljóna auglýsingaherferðir gera sjálfa sig tortryggilega.

Það er græðgin sem speglast í sumum framboðanna sem er ekki stórmannleg.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.6.2012 kl. 12:33

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Síðhöfundur kveður sterkt til orðs um hluti sem hann þekkir illa.

Þetta er ekkert örvæntingarráð sem tekið er upp í skyndi, heldur hefur gegnsæi alltaf verið mottó hjá Andreu.

Það er hinsvegar aðeins nýlega sem Herdís byrjaði að beita þessari áherslu fyrir sig í sínum málflutningi, svo tekið var eftir.

Svo finnst mér afar tortryggilegt að sjá andlit eins frambjóðandans glottandi á öðru hverju strætóskýli án þess að því fylgi neinar upplýsingar um viðkomandi eða hvaða valkost er verið að bjóða. Ég hef ekki áhuga á að styðja slíka sjónmengun á almannafæri.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2012 kl. 13:34

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Að sjálfsögðu er þurfa reikningar framboða að vera opin, er sammála því. Hins vegar orkar það tvímælis er frambjóðandi er að krefjast skýringa á ráðstöfunarfé keppinautanna. Það er lýsir einfaldlega örvæntingu að reyna að koma höggi á þá á þennan hátt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.6.2012 kl. 16:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki finnst mér það.  Þetta er bara bláköld staðreynd og það eru allir að tala um þennan mikla fjáraustur í auglýsingarnar hennar Þóru, og þaðan er þögnin ein.  Þessi upphæð á heimasíðunni hennar er bara algjört rugl.  Að það sé ekki búið að eyða meira en tæpum ellefu milljónum það bara einfaldlega stenst ekki og hvað er verið að auglýsa? Jú heiðarleika og gagnsæi.  Fólk sér í gegnum svona lagað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 17:48

6 Smámynd: Sólbjörg

Eins og staðan hefur verið í þjóðfélaginu eftiri efnahagshrun á Íslandi er vilja flest allra að uppræta allt sem var hvatinn að hruninu því er réttmætt að allir frambjóðendur birti bókhaldið fyrir kosningar. Núna eru þeir tímar að það er krafa frá þjóðinni að heiðarleiki og gagnsæi sé í fyrirrúmi. Vill Þóra sjálf ekki vera manneskja orða sinna og verða við sinni eigin kröfu og mótti um heiðarleika og gagnsæi Eru slagorð hennar kannski bara til heimabrúks þar til embættinu er náð? Það verður ekki annað séð.

Eiginlega verður Þóra að birta bókhald sitt þar sem allri vita að engin nema sá sem hefur her manna bak við sig getur safnað 3000 undirskriftum á 2 dögum, Fólk sem skipuleggur og er með tilbúna stuðningssveit hefur hagsmuna að gæta meira en að koma inn barnafjölskyldu á Bessastaði, hver er gulrótin? ESB?

Við sem kjósum Ólaf viljum vernda lýðveldið og sjálfstæði landsins engin feluleikur, þar er heiðarleiki og gangsæi algert.

Sólbjörg, 24.6.2012 kl. 20:58

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og nú er þetta komið í ljós:http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/06/24/studningsmenn-thoru-sagdir-hvetja-ara-trausta-til-ad-haetta-vid-frambod/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 22:28

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Vandinn er sá að við erum ósjálfrátt að ala á óskaplegri tortryggni og vísum í því skyni sí og æ til hrunsins. Allt á að vera opið og gegnsætt, helst fyrirfram. Enginn tekur lengur mark á heiðarlegu fólki sem vinnur vinnuna sína og hefur aðstoð góðs fólks. Þetta er miður. Þá misjafnir karkterar séu í framboði hef ég enga ástæðu til þess að vantreysta þessu fólki. Látum það vinna sín störf fram yfir kjördag og þá, samkvæmt lögum, ber því að senda inn til Ríkisendurskounar bókhald sitt.

Trúum fóki, berum traust til náungans. Ef þessi boðskapur dugar ekki, þá veit ég ekki hvað við eigum að gera. Þá er engin framtíð.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.6.2012 kl. 22:31

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og... þér finnst þetta ásættanlegt að stuðningsmenn Þóru hveti Ara Trausta til að hætta og lýsa yfir stuðningi við hana til að klekkja á Ólafi?  Er það trú og traust sem þú sækist eftir Sigurður?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 22:39

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Er nokkuð athugavert við það í ljósi þess að skoðanakannanir sýna að Þóra getur án þess ekki unnið Ólaf?

Ekki samt snúa út úr orðum mínum, mín kæra Ásthildur. Þó við treystum náunganum geta alltaf komið upp atvik sem við erum ekki sammála. Er það ekki allt í lagi svo fremi sem fólk sýnir heiðarleika. Trú og traust á náunganum er það sem mestu máli skiptir. Verum nú sammála því.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.6.2012 kl. 22:42

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigurður minn, en þetta er svolítið fyrir neðan belti að mínu mati.  Ef þú getur ekki unnið á þínum forsendum, þá reynir þú ekki að láta annan aðila gefa eftir sitt sæti svo þú getir unnið.  þú hlýtur að vera mér sammála um að það er bara ekki fair play.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 23:00

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég get alveg verið sammála því að þetta sé ekki rétt aðferðafræði, vísa þá bara til yfirlýsingar kosningastjórnar Ara Trausta. Þara koma fram ágæt rök sem ég samþykki algjörlega. Þessi aðferðarfræði er þó þekkt víða um heim og hefur oft reynst góð taktík í kosningum.

Svo má alveg koma enn og aftur fram að ég ætla mér að kjósa Ara Trausta. Betra væri að fleiri myndu fara að mínu dæmi en hafa hann ekki bara sem næst besta kostinn. Hann er sá besti.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.6.2012 kl. 23:07

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við eigum að kjósa þannframbjóðanda sem okkur lýst best á Sigurður.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 23:13

14 Smámynd: Sólbjörg

Sigurður, í stjórnmálum er virkt aðhald, gagnrýni og óskir almennings um svör við réttmætum spurningum besta leiðin til að að efla lýðræði, traust og heiðarleika. Það hefur skort því hafa stjórnmálamenn átölulaust komist upp með undirferli, sviksemi og eiginhagsmunaplott. Varla viltu þú Sigurður að almenningur eigi að vera eins og sauðkind út á túni sem hægt er að smala til atkvæða á fjögra ára fresti en jórtarar og jarmar áhrifalaus þess á milli. Slíkt er ekki neitt til að sækjast eftir eða réttmæt mælistika á "Trú á náungann". Þú kýst auðvitað þinn mann og ekki varla sáttur við að hann sé sneyptur eða keyptur til að yfirgefa leikvanginn.

Sólbjörg, 25.6.2012 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband