Velvirðing eða afsökun

Afsökunin

Nokkur munur er á þessum tveimur orðum, afsökun og velvirðing. Forsætisráðherrann, Jóhanna Sigurðardóttir, lætur sér nægja að biðja konu þá, sem hún var dæmd fyrir að brjóta á, velvirðingar. Sem sagt að virða brot sitt til betri vegar. Hún baðst hins vegar ekki afsökunar á brotinu.

Í frétt á visir.is er ranglega farið með staðreyndir og sagt að forsætisráðherra hafi beðist afsökunar á brotinu. Það er auðvitað rangt og væri betra að visir.is færi rétt með staðreyndir. 

Ég geri alls ekki ráð fyrir að þetta sé viljandi gert, miklu frekar fljótfærni eða blaðamaðurinn hafi ekki nógu glöggan skilning á íslensku máli. 

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra biður Önnu Kristínu Ólafsdóttur afsökunar í grein sem birtist í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Forsætisráðuneytið hefur, sem kunnugt er, verið dæmt til að greiða Önnu Kristínu 500 þúsund krónur í miskabætur vegna yfirlýsingar sem birt var á vef forsætisráðuneytisins eftir að úrskurðarnefnd kærumála úrskurðaði að ráðuneytið hefði brotið gegn Önnu Kristínu með ráðningu í starf skrifstofustjóra.  

Í niðurlagi greinar forsætisráðherra í Fréttablaðinu í morgun stendur eftirfarandi:

Í ljósi niðurstöðu dómsins er sjálfsagt að biðja stefnanda, Önnu Kristínu Ólafsdóttur, velvirðingar á þeim miska sem málið kann að hafa valdið henni. 

Það er svo annað mál að lítið er risið á hinni meintu jafnréttiskempu Jöhönnu Sigurðarsdóttur, þegar hún annars vegar fer ekki eftir eigin stefnu né biðst afsökunar þegar hún er dæmd fyrir lögbrot. Hrokinn er yfirgengilegur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband