Þóru-bolir, Þóru-pylsur, Þóru-andlitsmálning ...

Í Dagskránni sem gefin er út fyrir norðan eru þrjár heilsíðuauglýsingar tileinkaðar kosningabaráttu Þóru (bls. 28-30). Sem er auðvitað ágætt út af fyrir sig og rétt að frambjóðendur minni á sig, ekki veitir nú af. Það er samt eitthvað við þessar auglýsingar sem vekur hjá mér efasemdir um að skipuleggjendur kosningarbaráttu Þóru séu á réttri braut. 
Þóra verður á Glerártorgi í dag. Þar má fá Þóru-boli á sanngjörnu verði. Þóru-andlitsmálning fyrir börnin. Þóra bíður í pylsur. Þóru-dagurinn verður á Akureyri á sunnudaginn. 
Þetta er eiginlega að verða tú möts fyrir mig. 
Ég vil bara fá að velja á milli frambjóðenda sem eru líklegir til að hefja sjálfa sig út fyrir verkefnið sem þeir bjóðast til að taka að sér. Að verða forseti Íslands og gerast sameiningartákn þjóðar sem á í vanda og er að reyna að ná áttum eftir mikið pólitískt og siðferðileg áfall. 
Þóru-bolir eru ekki beint heillandi vegvísir í kjörklefann fyrir okkur sem erum enn ekki viss í okkar sök.
 
Þannig skrifar Björn Valur Gíslason, alþingismaður vinstri-grænna og þingflokksformaður, á bloggsíðu sína. Sjaldan hef ég verið sammála manninum en núna ég get ekki annað en tekið undir með honum. Þóru-bolir, -pylsur og -andlitsmálning bendir frekar til þess að einhver Þóra sé íþróttafélag en ekki kona í framboði. Fátt í þessu sem undirstrikar virðingu þessa embættis. Hver skyldi nú eiginlega stjórna þessari herferð frambjóðandans?
 
Sá í gær dálítið af kynningu Ríkisútvarpsins á Andreu J. Ólafsdóttur, forsetaframbjóðanda. Hún hélt því fram að forseti geti sett ráðherra af rétt si svona, ef hann vill, og vísar í þjóðina eða almenningsálitið þessu til staðfestingar.
 
Heldur finnst mér forsætisembættið vera komið í mikla pólitík ef hún verður kjörin. Það verður að minnsta kosti ekki með mínu atkvæði. Vil ég þá frekar biðja um Ara Trausta Guðmundsson, þann hógværa og prúða mann, sem virðist hafa svipaða skoðun á embættinu og fjórir fyrstu forsetarnir. 
 
Annars er þessi kosningaundirbúningur, ekki barátta, fyrir löngu komin út í tóma vitleysu þegar frambjóðendur geta fabúlerað um hitt og þetta og um leyð teygt og togað stjórnarskrána eins og hún væri lopapeysa. Eiginlega má segja að allt þetta sé hundleiðinlegt. Er ekki tími til kominn að leggja niður þetta embætti forseta? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hver styrkir þóru. Er hægt að nálgast upplýsingar um það. Hún er peð sem einhver er að nýta sér í þágu ESB sinna. 

Valdimar Samúelsson, 21.6.2012 kl. 19:43

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurður, þú varst blaðamaður á Vísi 1978. Hver spurði Herdísi og sneri úr svari hennar sumarið 1977? Þetta hlýtur þú að vita, Sigurður.

Þórupylsur langar mig að sjá. Eru pylsurnar tvær (Svavarspylsa að auki) troðið í sama pylsubrauðið og sex kokkteilpulsur í kaupbæti? Er nema von að maður spyrji?  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.6.2012 kl. 12:16

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Tilgangurinn með þessum pistil mínum var fyrst og fremst fáránleikinn í kringum forsetaframboðið. Hversu lágt geta menn lagst í kynningu eins manns.

Ég var vissulega blaðamaður á Vísi árið 1978 en hins vegar ekki á árinu 1977 en þá mun Herdís Þorgeirsdóttir hafa verið spurð hinnar umdeildu spurningar sem þú nefnir, Vilhjálmur. Svo það engum vafa sé undirorpið hef ég aldrei heyrt um þessa spurningu né hinn meinta útúrsnúning fyrr. Hefði líklega átt að muna slíkt enda þekkti ég aðeins Herdísi hér áður fyrr, hún er frænka mágs míns sem nú er látinn.

Sá hins vegar oft á tíma mínum á Vísi um „Vísir spyr“ en efast um að ég muni eftir einum einasta viðmælanda, jafnvel þó líf mitt lægi við. Enda var allt frekar slétt og fellt í þessum dálki.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.6.2012 kl. 13:07

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ætlar Þóra að vera í Óvígri sambúð sem Forseti Íslands á Bessastöðum. Á að hneyksla heiminn enn einusinni. Það þar nóg að hafa jóhönnu sem samkynhneigða sú eina í heiminum í Forsætisembætti. 

Valdimar Samúelsson, 22.6.2012 kl. 13:30

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Svona nú, Valdimar. Held að það komi engu við hvort konan sé gift sambýlismanni sínum eða ekki. Veldur örugglega ekki nokkurri hneykslan, ekki einu sinni í prestastétt. Ég held að þetta sé hið besta fólk og breytist ekki hætishót við vígslu, hvorki kristna né annars konar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.6.2012 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband