Handvöm við tollgæslu á Seyðisfirði

Er tollskoðun á Seyðisfirði aðeins til málamynda? Sá sem ætlar að smygla einhverju til landsins á þess kost að fara aftur um borð með smyglvarninginn og labba síðan óáreittur út um bíladyr Norrænu og koma honum síðan á samferðamenn sína.

Eru stjórnvöld ekki að vinna vinnuna sína þarna fyrir austan? Má búast við því að næst verði farið með gíraffa út um bíladyr Norrænu og tollverðir og lögreglumenn sjá aðeins það sem þeir vilja sjá?

Grínlaust, lekur allt inn í landið sem fólk úr Norrænu vill flytja með sér? 


mbl.is Marðardýri smyglað til landsins með Norrænu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það er mjög góð tollgæsla á Seyðisfirði, fannst ekki dýrið jú.....ekki skrifa illa um eitthvað sem þú veist ekki um.

Einar Bragi Bragason., 15.6.2012 kl. 11:46

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Einar Bragi. Bestu þakkir fyrir innlitið. Ég velti því fyrir mér að sé tollgæslan á Seyðisfirði góð hvernig stendur þá á því að maðurinn slapp í land með mörðinn? Þetta á ekki að geta gerst. Þetta er það eina sem ég hef leyft mér að segja um málið. Er það ekki i lagi, minn kæri?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.6.2012 kl. 12:48

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þarna klikkaði greinilega eitthvað þegar ferjan var að fara en ekki hjá Tollinum....Annars er tollgæslan hér góð og við erum alltaf að finna eitthvað :) þó að það rati ekki alltaf í fjölmiðla.

Einar Bragi Bragason., 15.6.2012 kl. 15:19

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Skilaðu því til þeirra, Einar minn, að þetta megi ekki gerast aftur annars verð ég verulega fúll ... ;-)

Veistu annars af hverju í fjölmiðlunum er alltaf talað um marðardýrið? Sjaldnast er það nefnt nafninu sínu, mörður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.6.2012 kl. 15:23

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

geri það en dýrið heitir Iller á sænsku

Einar Bragi Bragason., 15.6.2012 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband