Fyrirfram eða eftirá áhyggjur ...

Ástandið á evrusvæðinu var rætt í þingsölum í gær. Það mátti ekki seinna vera. Þann sama dag bárust fréttir um að forsætisráðherra Spánar hefði kallað til neyðarfundar í ríkisstjórn sinni vegna þess að vaxtakostnaður ríkislána hafði stokkið yfir 7% eftir að tilkynnt var um 100 milljarða neyðarlán til landsins. Vonast hafði verið til að lántökukostnaðar spænska ríkisins myndi lækka við ofurlánið. Í fyrradag sagði María Fektar, fjármálaráðherra Austurríkis, hættu vera á því að Ítalía þyrfti brátt að kalla eftir neyðaraðstoð fyrir sig. Í Róm brást Marío Monti við með því að segja að óviðeigandi væri að ráðherra í einu evruríki talaði svo um annað! Um sama leyti bárust fréttir um að smásöluverslun í Hollandi hefði hrunið um 11 prósent í apríl, en slíkt fall er nánast óþekkt.
 
Það var því ekki að undra þótt alþingismaðurinn Illugi Gunnarsson leitaði eftir viðhorfum ríkisstjórnar, sem segist vera í fullri alvöru að sækjast eftir aðild að ESB og evru einmitt núna. Jóhanna Sigurðardóttir varð fyrir svörum og brást ekki fremur en fyrri daginn. Eftir henni var höfð þessi setning: »Ástæðulaust að hafa áhyggjur fyrirfram af stöðunni.«
 
Þetta er merkileg yfirlýsing ekki síst vegna þess að hingað til hefur verið talið að áhyggjur sé einvörðungu hægt að hafa fyrirfram. Orðið sjálft vísar beinlínis til framtíðarinnar. Vissulega er einnig fróðlegt að grafa mátti upp einn stjórnmálamann á öllu samlagssvæði ESB sem ekki hefur neinar áhyggjur af stöðu evrunnar. Þótt sú frétt kunni að vekja furðu er ekki (fyrirfram) líklegt að hún skapi ró í álfunni. [Morgunblaði, leiðari, 15. júní 2012]
 
Hvað segir þetta eiginlega um forsætisráðherra þjóðarinnar? Er svona svar henni boðlegt eða það sem meiru skipti, er það embættinu boðlegt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband