Formaður OR veitir ekki upplýsingar

Ótrúlegt að Samfylkingin skuli klúðra öllum sínum málum á öllum vígstöðvum. Opiun stjórnsýsla, segja þeir í Samfylkingunni, en það á bara við þegar þeir eru í stjórnarandstöðu.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur verið óþreytandi í stjórn Orkuveitunnar en á við ofurefli að etja. Formaður stjórnar ætlar ekki að verða við kröfum Kjartans, það hefur verið ljóst frá upphafi. Sá maður grefur sína eigin gröf. 

Ég held að það þurfi ekki að fara í neinar grafgötur með það að formaður stjórnar Orkuveitunnar og framkvæmdastjórinn njóti ekki lengur trausts hjá borgarfulltrúum minnihlutans. Meirihlutaflokkarnir hafa gert þannig í bælið sitt að þeir verða vart endurkjörnir. Þar af leiðandi má búast við nýrri og betri stjórn Orkuveitunnar eftir næstu kosningar. 


mbl.is Liggja enn á upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband