Gránaði efst í Esjunni

Esja 6-6Í nótti gránaði efst í Esjunni. Í Reykjavík var ekki nema sex gráðu hiti klukkan sex í morgun. Ef til vill er það bara eðlilegt. Á sama tíma voru fjórar gráður á Akureyri og þrjár á Egilsstöðum.

Haustar snemma þetta vorið, sagði maðurinn.

En svona er landið okkar. Frekar ruglað að heyra útvarpsfólk kvarta undan veðrinu. Mér var einhvern tímann kennt að veðrið væri hugarástand, mestu skipti að klæða sig rétt.

Var í fyrra að glugga í ferðabók Sveins Pálssonar og þótti ansi fróðlegt að lesa um veðurfarið á 18. öld. Í ljós kom að sveiflur í veðurfarinu voru alveg eins og í dag enda hefur landið verið í þjóðbraut lægða lengur en elstu menn muna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband