Veghljóð, vélahljóð og umferðadynur

Ánægja mín í lífinu felst meðal annars í því að ganga á fjöll. Víða eru fjölfarnir þjóðvegir undir fjöllum og þannig er það með Esjuna. Ótrúlegt er að heyra umferðardyninn allt upp á Þverfellshorn eða Kerhólakamb. Þannig er það líka með fjöllin í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu, en þar hef ég gengið á nokkur.

Ég hef lengi verið viss um að það eru ekki vélahljóð ökutækja sem berast lengst heldur veghljóðið, það sem heyrist er bifreið er ekið hratt á vegi með varanlegu slitlagi. Vélarhljóðið er síðan allt annað, heyrist varla nema þegar verulega stór tæki eiga í hlut eða mótorhjól.

Í nærumhverfinu heyrist vélarhljóðið miklu betur, t.d. þar sem ég sit á fjórðu hæði í húsi við Skúlagötu. Að neðan heyri ég vélahljóð en af Sæbrautinni, sem er fjær, heyri ég umferðardyninn og þar er vélarhljóðið minna. Væru allir bílar rafknúnir held ég að lítið myndi breytast annað en að úr vélahljóði drægi.

Af þessu dreg ég þá ályktun að væri hægt að hanna vegi þannig að umferðardynurinn minnkaði væri mikið fengið. 


mbl.is Hljóðlátari vegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband