Bankastjóri bætir ekki úr skák

Landsbankinn gefur ekki út yfirlýsingu vegna atburða á Fáskrúðsfirði og víðar. Hann harmar ekki né lýsir yfir neinni eftirsjá er hann horfir á eftir viðskiptavinum sínum.

Banakastjórinn segir í blaðaviðtali viðbrögð viðskiptavinanna skiljaleg, nokkrum reikningum hafi verið lokað, öðrum ekki. Og svo klykkir hann út með því að segja að útteknar fjárhæðirnar hafi ekki verið háar. Sem sagt, þetta reddaðist.

Blint anar Landsbankinn áfram. Hann sinnir ekki almannatengslum, markaðsdeildin er greinilega ekki með í ráðum, því ekki með nokkrum hætti er reynt að milda áhrifin af samdrættinum. Þess í stað stendur bankastjórinn upp og tjáir sig á þann hátt sem hann kann best. Hann bætir ekki neitt.

Stórt fyrirtæki, svo ekki sé talað um fjármálafyrirtæki, á að stíga varlega til jarðar. Hafi Landsbankinn rök fyrir samdrættinum á hann að vinna í útfærslunni og tilkynna hana á mildilegri hátt en hann gerði.

Það er bara ekki svo að almenningur láti fjármálafyrirtæki bjóða sér allt, tortryggni út í þau er gríðarleg. Síðan er vandamálið það sem lýtur að byggðum landsins, atvinnulífi á hverjum stað. Lokun á útibúi á Fáskrúðsfirði hefur miklu meiri áhrif á nærsamfélagið en lokun útibús í Reykjavík. Það hef ég rakið áður.


mbl.is Óánægja viðskiptavina skiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ekki í verkhring Landsbnkans að reka sína eigin byggðarstefnu.

Það er á verkhring stjónrmálamanna.

Afhverju að reka ósjálfbært útibú.... bara til þess að vera líbó gaurinn. Held að það sé best að reka Landsbankann á hagkvæmann hátt. Skattborgarar hagnast mest á því sem eigendur bnkans.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2012 kl. 09:18

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það vantaði ekki groppið í Fjármálaráðherrann fyrrverandi Steingrím J. á sínum tíma fyrir 3 árum eða svo þegar hann talaði um að núna væri þessi banki sko aftur orðin banki ALLRA LANDSMANNA og Landsmenn ættu að fagna því...

Það er ekki laust við sú hugsun læðist inn hjá manni hvort þessi banki sé að falli komin og þetta hugsanlega tilraun í átt að því að bjarga honum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.6.2012 kl. 09:19

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Landsbankinn hefur byggðastefnu, hann var að breyta henni, byggðinni til taps. Út á það gengur gengur gagnrýnin á hann.

Ingibjörg, ekki nefna Steingrím. Svo rækilega er flett ofan af honum í Mogganum í morgun að hann á sér ekki viðreisnar von. Lofar öllu fögru í atvinnumálum en engar efndir fylgja.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.6.2012 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband