Rjóðir kappar í kinnum

Rökfimi Samfylkingarmanna hefur förlast talsvert frá því um síðustu kosningar. Þá ætluðu þeir að bjarga þjóðinni upp úr öskustó hrunsins og líklega gott betur. Eftir því sem á kjörtímabilið hefur liðið hafa þessir kappar haft hægt um sig. Í síðustu eldhúsdagsumræðum ruglaðist til að mynda Magnús Orri Schram á þingræðum og tók fyrir mistök eina frá því rétt eftir síðustu kosningar og flutti eins og hún væri nýorpin.

Annar kappi, Skúli Helgason, alþingismaður, telur sér sæmast að brúka kremlarlógíuna, berja á einstökum fyrirtækjum í stað þess að leyfa gremju sinni að fá útrás á þeim sem hafa valdið henni. Já, auðvitað er það Atlantsolíu að kenna að bensínið er dýrt. Gleymum ekki að ríkisstjórnarliðið hafnaði því á Alþingi í vetur að lækka tímabundið álögur á bensíni.

Og svo í þokkabót telja þessir kappar og aðrir álíka allt sér til tekna sem jákvætt gerist í þjóðfélaginu. Góða veðrið er með engu móti hægt að rekja til ríkisstjórnarinnar. Ekki heldur er hægt að rekja þann litla hagvöxt sem orðið hefur til aðgerða ríksstjórnarinnar. Hins vegar má „þakka“ ríkisstjórninni fyrir minnkað atvinnuleysi, því hún hefur með aðgerðaleysi sínu hrint fólki til útlanda og fjölmargir fá ekki atvinnuleysisbætur og því tilgangslaust að skrá sig hjá Vinnumálastofnun.

Þeir eru rjóðir í kinnum, þessir kappar Samfylkingarinnar, en það er ekki af kappi heldur skömm.


mbl.is Segjast hafa skilað lækkuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband