Töfrandi dropsteinninn var að ómerkilegu grjóti

820804-5820804-1Hellar eru margir hverjir með stórkostlegustu náttúruundrum á Íslandi, sérstaklega hraunhellar eins og Raufarhólshellir, Surtshellir og svo Jörundur.

Eftir því sem fleiri ganga um land verða afleiðingarnar sjáanlegri og því miður eru þær oft mjög skaðlegar eins og ég hef ítrekað bent á í þessu pistlum mínum. Verstur vandinn eru gönguleiðir þar sem landi hallar, þegar þær hafa markast kemur oft vatn í gjölfarið og grefur niður. Ótal dæmi eru um slíkt og má fullyrða að fjöldi gönguleiða hafi látið verulega á sjá.820804-31

Í hellum eru eðlilega takmarkað rými og til þess þurfa ferðamenn að taka tillit til. Í geislum handljósa er veröldin þarna oft sem töfrum líkust og fólk sækist eftir minjagripum, lætur hendur sópa um dropsteina, brýtur þá niður til að finna þann sem þeim finnst fallegastur og fyrr en varir eru þeir allir brotnir og staðurinn misst hluta af töfrum sínum. 

Fyrir um þrjátíu árum kom ég í hellinn Jörund, en mynd af honum fylgir fréttinni. Þeir sem fundu hann báðu mig lengstra orða að fara varlega um hellinn, varast að brjóta neitt og ekki fara þar um er dropsteinarnir eru þéttastir. Auðvitað fylgdum við þessu.

Í hellinum lágu hér og nokkrir dropsteinar sem líklega höfðu fallið niður í jarðskjálfta. Ég tók einn með mér út, verð að viðurkenna það, en eftirfarandi réttlætir það kannski. Þegar ég tók steininn upp og skoðaði hann í dagsljósi var hann eins og hvert annað grjót. Töfrarnir voru farnir. í þessu er lexían falin, oftast er útilokað er að flytja náttúruundur með þér, þau njóta sín hvergi annars staðar en á upprunalegum stað.

Það var hins vegar mikið ævintýri að fara um Jörund. Leiðin inn í hann var afskaplega þröng og ekki laust við að maður fengi innilokunarkennd skríðandi í miðjum göngum sem lágu inn í aðalgöngin. Þessar myndir tók ég í ferðinni. Gerði þessari ferð skil í tímaritinu Áfangar sem ég gaf út á þessum árum.

Sem betur fer hefur Jörundi verið lokað fyrir almenningi. Það er hart en hvernig er annars hægt að varðveita viðkvæma náttúrufegurð. 

Svo má í þessu sambandi ekki gleyma frumkvöðlastarfi Árna Stefánssonar, augnlæknis, sem hefur unnið að því að opna Þríhnúkahelli fyrir almenningi. Einnig hefur hann unnið að því að gera Vatnshelli í Purkhólahrauni á Snæfellsnesi aðgengilegan. Ef opna á hella fyrir almenningi þarf það að vera gert á réttan hátt og með skynsemi.


mbl.is Loka þyrfti 15-20 hellum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband