Útlendir gantast með jarðfræðinginn
21.5.2012 | 09:49
Hey, you, Sikkfjuson ... You could as well be the finance minister of Greece ... ha, ha, ha ....
Svo er nú allsherjarmálaráðherra Íslands orðinn alræmdur að útlenskir gantast með það að hann gæti allt eins stjórnað efnahagsmálum á Grikklandi eins og hér heima. Og henta gaman af því og gera grín af manninum.
Fyrir nokkrum árum var enn meira grín gert af þáverandi fjármálaráðherra sem var dýrafræðingur að mennt. Þótti mörgum andstæðingum hans alveg ómögulegt að maður með slíka menntun gæti annast þetta mikilvæga embætti. Þegar jarðfræðingur komst í sama starfann gerði enginn að því grín - nema kannski útlenskir. Og þó. Þeir átta sig á að íslenski jarðfræðingurinn hefur farið samviskusamlega eftir kokkabókum Alþjóðagjaldeyrisstofnunarinnar. Hann er aukinheldur stuðningsmaður Evrópusambandsins og í þriðja lagi lætur hann samviskuna aldrei naga sig.
Ef til vill fylgdi því einhver alvara þegar þeir útlensku hlógu til íslenska ráðherrans og göntuðust með að hann gæti efalaust stjórnar efnahagnum á Grikkalandi. Held að meirihluti íslensku þjóðarinnar myndi hvetja manninn til þess að taka boðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sickfusion er gott nafn (sjúkur samruni)
Jón Steinar Ragnarsson, 21.5.2012 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.