Stapi er í Ritnum við Aðalvík.
21.5.2012 | 08:33
Fæstir koma fyrir sig örnefninu Stapa í Aðalvík enda ekki furða, þar er svo sem ekki alfararleið. Hins vegar gæti verið að miklu fleiri þekki fjallið Rit, en milli þess og Straumnesfjals er Aðalvík.
Á meðfylgjandi mynd, sem svo sem er ekkert neitt sérstaklega góð, hef ég merkt inn þann stað sem ég held að sé Stapi.
Næst fyrir innan hann er Skálavík þar sem var búið til skamms tíma. Þar er ákaflega fallegur dalur og góð gönguleið á Ritinn. Raunar hef ég oftsinnis gengið af Darra sem er fjallið enn innar á myndinni. Á því eru rústir herstöðvar Breta. Þokkaleg gönguleið er þaðan og niður í Skáladal og svo er þaðan auðfarið upp á Ritinn. Í heildina er þetta stórkostleg gönguleið, dálítið brött og erfið en engu að síður eins sú skemmtilegasta á þessum slóðum.
Hvergi í fjölmiðlum í morgun hef ég komið auga á að starfsmenn þeirra hafi nennt að kanna kortið en taka upp athugasemdalaust frá heimamönnum örnefndið Stapi. Til að frétt komi nú að einhverju gagni þarf oft að vinna í henni. Eitt það auðveldasta og raunar einfaldasta í heimi er að kanna landakortið.
---
Fékk meðfylgjandi mynd senda stuttu eftir að ég birti pistilinn. Hana tók G. Sigríður Jósefsdóttir og er af Ritnum, sem er lengst til hægri. Darri heitir fjallið sem ljósið fellur á fyrir miðri mynd og þar uppi er gamla herstöð Breta. Ég dró hring utanum staðinn sem nefndur er Stapinn. Hann er hægra megin við miðja mynd.
Hrapaði þegar bandið slitnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Facebook
Athugasemdir
Gallinn við fréttaflutning utan af landi og jafnvel frá stöðum í nágrenni Reykjavíkur er sá að leitun er að blaðamanni, sem finnst hann vera nokkru nær þótt hann segi að Stapi sé í fjallinu Rit, hvað þá að hann viti né hafi áhuga á því hvar Aðalvík er.
Fyrir nokkrum dögum léku blaðamenn sér að því ítrekað í mörgum fjölmiðlum að flytja Sandskeiðið þriggja kílómetra upp að Draugahlíðum vestast í Svínahrauni þegar sagt var frá álfasteini Árna Johnsens.
Ómar Ragnarsson, 21.5.2012 kl. 10:05
Held nú samt að blaðamenn séu líka hluti af þeim aragrúa Íslendinga sem njóti þess að ferðast um eigið land og þekki talsvert til þar. Á erfitt með að átta mig á því hvort um sé að ræða leti, hrovirkni eða kunnáttuleysi. Hallast þó að hinu fyrst nefnda.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.5.2012 kl. 10:26
Þegar maður gerir leiðréttingar við svona fréttir er sérlega mikilvægt að fara rétt með og þess vegna ekki snjallt að kalla Skáladal Skálavík.
Guðný Harpa Henrysdóttir, 22.5.2012 kl. 12:17
Bestu þakkir fyrir ábendinguna, Guðný. Hrikalegt að verda svona á þegar maður þykist vera svo klár að geta sett ofan í aðra. Taktu eftir að ég byrja á því að tala um Skálavík og svo skrifa ég Skáladalur. Reyni að passa mig betur framvegis.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.5.2012 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.