Stjórnarþingmenn neita að ræða stjórnarskrármálið

Tökum eftir því að stjórnarþingmenn hafa ekkert að segja um tillögu um ráðgefandi skoðanakönnun um stjórnarskrármálið. Þeir láta eins og það sé ekki til. Vilja líklega hraða því í gegnum þingið án nokkurrar umræðu eða skoðunar. Þannig er virðingin á þeim bæ fyrir stjórnarskránni.

Ríkisstjórnin hefur bannað stjórnarþingmönnum að ræða málið. Um er að ræða alvarlega tilraun til að þagga það í hel. Aðeins ein skoðun er rétt og það er sú sem kemur fram í áliti stjórnlagaráðs. Fleiri skoðanir eru ekki leyfðar.

Svo á að leita álits þjóðarinnar. Á hverju? Jú, takmörkuðum hluta af því sem stjórnlagaráð hefur lagt fram.

Þetta er ekki rökleysa, bull sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Stenst enga röksemdafærslu. 


mbl.is Talað í rúmar 35 klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Auðvitað er þetta rökleysa og bull. Stjórnarliðið hefur að stórum hluta til engar skoðanir á þessu máli, því það er einungis skoðanalaust framkvæmdar-verkfæri ESB. Það yrði nú meiri steypan ef þeir ættu að tjá sig með eigin skoðunum frá eigin hjarta með vitrænum rökræðum!

Með því að þegja, þá opinbera þau ekki fáfræði sína og vanhæfni meir en orðið er. Það er því það eina sem flestir stjórnarliðar geta gert, því miður.

Það er dapurleg staðreynd á stöðu mála, sem má ekki láta líðast lengur, ef einhverju á að vera hægt að bjarga, frá næsta bankaráni. Eftir annað bankahrun verður endanlegt kerfishrun og ekki hægt að bjarga neinu fyrir horn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2012 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband