Kjötmarkaður í ráðherrabústaðnum
15.5.2012 | 15:04
Nei, nei. Hreyfingin er ekki að selja sig. Hún er einfaldlega að kanna hvort einhver spurn sé eftir áhugamálum hennar. Þess vegna sest hún við markaðsborðið og býður sig.
Þingmaður Hreyfingarinnar sagði eftirfarandi í viðtali við Fréttablaðið í dag:
Okkur finnst ekki góður bragur á því að ríkisstjórn sem var kosin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar skuli ekki sinna þeim helstu málum sem hún var kosin út á, og voru helstu ástæður búsáhaldabyltingarinnar.
Og svo sagði hann:
Við teljum að sú ríkisstjórn hafi kannski ekkert með það að gera að sitja allt kjörtímabilið ef hún ætlar ekki að sinna þeim málum, þá á að gefa almenningi kost á að segja sína skoðun á því í kosningum.
Þingmaðurinn ætlar að laga það sem bæta þarf hjá ríkisstjórninni en gleymir því að það er ekki hans verk. Ríkisstjórnin er ómöguleg eins og þingmaðurinn segir sjálfur. Þess vegna er ekkert úr vegi að fella hana og efna strax til nýrra kosninga. Nema því aðeins að þessi sami þingmaður hafi áttað sig á því að ólíklegt er að hann eða aðrir þingmenn hreyfingarinnar nái aftur inn á þing. Þeir hafa verið litlu skárri en ríkisstjórnin.
Ójú, Hreyfingin er að selja sig. Hún sér ekki neina framtíð nema hún taki sig á. Þess vegna hafa undanfarna daga verið kjötmarkaður í ráðherrabústaðnum, seldir eru og keyptir þingmenn á fæti.
Atvinnuviðtöl í Ráðherrabústaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigurður. Það er ekki hægt að horfa fram hjá gagnslausum tækifæris-eiginhagsmuna-hugsjónum Hreyfingar-þremenninganna, þegar maður tekur afstöðu til verka þessara þriggja þingmanna Hreyfingarinnar/Borgarahreyfingarinnar.
Lengi getur vont versnað í spillingar-pólitíkinni.
Við þurftum ekki fleiri spillingar-þingmenn.
Ég var svo vitlaus að ég trúði því að Hreyfingarfólkið væri heiðarlegra en gamla spillingargengið, en nú veit ég betur.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2012 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.