Framtíðin er Mogginn í iPad
10.5.2012 | 07:41
Pappírslaus dagblöð er framtíðin. Morgunblaðið tekur frumkvæðið hér á landi, kannar lítinn hluta markaðarins og ætlar síðan að fara á fullt í verkefnið reynast neyendur áhugasamir. Ég hef hvatt til þess að Mogginn fari þessa braut og að minnsta kosti skrifað tvo pistla um þetta.
Ég held að það séu nú að minnsta kosti komin sjö ár síðan ég hætti áskrift að Morgunblaðinu í pappir og hef síðan einungis lesið það í rafrænni útgáfu, pdf. Blaðið fæ ég alltaf með skilum, eldsnemma á morgnanna, hvar sem ég er staddur í heiminum, svo framarlega sem ég hef haft aðgang að tölvu.
Þá sjaldan sem ég tek pappírsdaglöð mér í hönd verður mér ávalt hugsað til þess kostnaðar sem fylgir prentun og umhverfismála. Með rafrænni útgáfu verður allt miklu einfaldara og þægilegra. Ég lít á bókasafnið mitt, þúsunda bóka sem hæglega gætu komist fyrir í einum iPad.
Þann 23. mars 2011, skrifaði ég stuttan pistil og í honum stóð:
Mogginn á að gera eins og sjónvarpsstöðvar sem bjóða upp á afruglara. Mogginn á að bjóða upp á iPad. Selja hann á góðu verði til áskrifenda. Til dæmis getur hann fylgt þriggja ára áskriftartilboði sem auðveldlega er hægt að útfæra nánar. Þannig fær Mogginn trygga áskrifendur og þeir fá iPad á góðu verði. Geta endurnýjað eftir t.d. þrjú ár og fengið nýja útgáfu af þessu fína tæki. Umhverfislega afar væn hugmynd.
Núverandi mbl.is á að þrengja niður í örstuttar fréttir og upplýsingar. Allar nánari og betri fréttir og upplýsingar eiga að vera á góðri netútgáfu og fyrir hana á að borga.
Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum. Morgunblaðið á að hætta að koma út á prentuðu formi eftir t.d. þrjú ár. Hvers vegna að eyða pappír og fylgihlutum í prentaða útgáfu þegar hægt er að gera þetta miklu ódýrara, einfaldara og þægilegra, bæði fyrir útgefandann og neytandann?
Gaman að hafa spáð rétt. Óskar Magnússon útgefandi Morgunblaðsins virðist hafa farið nákvæmlega eftir því sem ég benti á.
iPad-tölva fylgir áskrift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg gapandi yfir þessu tilboði. Það sem er mulið undir rassgatið á þessum háskólastúdentum. Hvað með hina sem eru búnir að vera áskrifendur svo árum skiptir og studdu moggann Þrengingum hans þegar að megnið af áskrifendum hans yfirgáfu hann. Ég held líka að það sé ólöglegt að mismuna fólki svona meðam við erum innvinkluð í evrópska efnahagssambandið. En nýlega var frétt um það að spölur þurfti að taka af afslætti sem þeir hafa veitt í gegnum göngin
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 15:57
Ég tek þessu nú bara rólega, Rafn. Þeir eru að skoða markaðinn, kanna hvort og hvernig þetta gengur fyrir sig. Síðan kemur röðin að öðrum áskrifendum þegar blaðið er búið að átta sig á því hvernig verklagið eigi að vera. Sé þetta svona, þá er Mogginn bara að vinna skynsamlega að málunum. Hann hefði svosem getað byrjað á að bjóða ákskrifendum í póstnúmeri 545 sömu kjör. Það hefði líklega komið á sama stað niður.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.5.2012 kl. 16:01
Rafn, ekki veit ég hvað það er sem fer svona í fínustu taugarnar hjá þér. Háskólanemar eru ágætis notendahópur til að stunda svona tilraunarstarfsemi á. Þeir eru að jafnaði mun nýjungagjarnari heldur en almennir notendur og á sama tíma nógu lítill hópur til að Mogginn og Eplið þurfi ekki að hafa of miklar áhyggjur á að verða uppiskroppa með spjaldtölvur.
Það var skírt tekið fram að ef þessu tilboði sé vel tekið, þá muni hún halda áfram og opnast almennum notendum. Þar sem það kom fréttartilkynning bara nokkrum tímum síðar til að lýsa hrifningu yfir þeim áhuga sem þessu tilboði hefur verið sýnt, þá geri ég fastlega ráð fyrir því að þú þurfir ekki að biða lengi.
Annars er oft gerð sérstök kjör til nemanda, við ýmsar aðstæður, þar sem um eru að ræða notendur sem mikill kostnaður hvílir yfir á meðan námi stendur, á meðan þau eru ágætis fjárfesting fyrir fyrirtæki að fjárfesta í, þar sem hátt hlutfall af fólki sem líkur námi endar í háinnkoma stöðu. Til dæmis býður Microsoft fyrirtækið nemendur upp á sérstakan afslátt á hugbúnaði sínu, þar sem þeir vilja að þessir nemendur venjist vörum þeirra.
Einar Örn Gissurarson, 10.5.2012 kl. 16:41
Mér finnst þetta sniðugt hjá Mogganum.
Sérstaklega að fyrirtækið er að bjóða vöru sem er Made in China.
Það er auðvitað engin gagnrýni á það;)
Apple hefur mikið verið gagnrýnt erlendis. En "Status symbol" hefur alltaf forgang á mannréttindamál.
Stefán Júlíusson, 11.5.2012 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.