Hún bauð ókunnugum góðan dag ...

Sá sem kynnist ólíkum menningarheimum kemst auðvitað ekki hjá því að bera saman það sem hann hefur séð og reynt. Ég tók t.d. oft strætó niður í bæ og fyrsta daginn sem ég mætti í strætóskýlið bauð ég öllum góðan dag. Fólk horfði á mig eins og ég væri frá annarri plánetu enda ekki venjan að bjóða góðan dag á þeim tíma.

Þannig ritar Ingrid Kulman í grein í Morgunblaðinu í morgun undir fyrirsögninni „Að vinna land“. Ingrid er Hollendingur að uppruna en fluttist hingað til lands fyrir 15 árum og settist hér að. Hún sér í gegnum montið okkar Íslendinganna sem fæddir eru í landinu. Við erum sífellt að stæra okkur af hinu og þessu og þykjumst mestir á flestum sviðum, ef ekki beinlínis þá í hlutfalli við fólksfjölda. Hún segir:

Þegar hveitibrauðsdögunum lauk fór að bera meira á pirringi gagnvart hlutum sem voru öðruvísi en ég átti að venjast frá mínu heimalandi. Sérstaklega þjóðarstoltið fór að virka tvírætt. Íslendingum hefur verið innrætt að selja land sitt, og flestir eru með tölulegar upplýsingar á hreinu: besti fiskurinn, hæsti meðalaldurinn, lægsta glæpatíðnin, besta landið til að ala upp börn, hreinasta loftið, besta vatnið, sterkustu mennirnir, mesta hamingjan, fallegustu konurnar og það að trúa á íslenska lagið í Eurovision allt til lokatalningar. Einnig sú staðreynd að Reykjavík býður upp á flest listgallerí og bíó í Evrópu, auðvitað miðað við höfðatölu. Mér fannst þetta merkilegt, að 300 þúsund eyjarskeggjar skyldu stæra sig af því að vera best í heimi á öllum sviðum. Auðvitað þykir flestum sinn fugl fagur, ég hafði bara aldrei kynnst slíku þjóðarstolti.

Ég hef oft velt þessu sem Ingrid segir fyrir mér, hef vissulega fallið í þá gryfju að brúka svona upptalningar í viðræðum við fólk af öðru þjóðerni, bæði hér á landi og erlendis. Yfirleitt hef ég mætt kurteisi en smám saman uppgötvaði ég að enginn tók andköf yfir þessum yfirburðum hins íslenska kynstofns, ekki frekar en einhver hefði reynt að einhver hefði reynt að sannfæra mig um ágæti sitt með því að halda því fram að hann næði tvö hundruðu stöðvum á sjónvarpstækið sitt.

Góður vinur og samstarfsmaður fyrir norðan sagði einu sinni við mig að það besta sem gæti komið fyrir íslenska þjóð væri stóraukinn innflutningur útlendinga og veruleg blóðblöndun við þá. Þar með væri hugsanlegt, en aðeins hugsanlegt, að hægt væri að útrýma þessum séríslenska hroka.

Ég nota ekki stræó en kannast svo sem við að fólk sem býður ókunnugum góðan daginn er litið hornauga. Hér með ætla ég að taka undir þegar einhver býður góðan daginn í heita pottinum í laugunum og það sem meira er, ég ætla að bjóða þessa kveðju að fyrra bragði. Eitt lítið bros og stutt kveðja hlýtur að vera dýrmætt og því ekki að sóa slíku á meðlanda sína.

Grein Ingridar er fallega rituð og boðskapurinn innilegur og afar kurteis. Ástæða er til að þakka fyrir hana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki veit ég hvernig þetta er í Reykjavík, fer sjaldan þangað og stoppa eins stutt og mögulegt er, en þar sem ég bý þykir sjálfsagt að bjóða góðann dag, þegar fólk hittist á götu. Þetta er góður siður og skaðar engann.

Aldrei hef ég orðið fyrir því að ókunnugir líti mig hoprnauga fyrir þetta, jafnvel ekki túristar sem sjást nokkuð á sumrum.

Einstaka sinnum hef ég þó orðið fyrir því að fólk verður hissa erlendis, þegar maður býður því góðann dag út á götu, en nánast undantekningarlaust er þó tekið undir. Að einhver líti mann hornauga fyrir þessa kurteysi hef ég þó aldrei orðið fyrir.

Um stolt okkar má margt segja. Við höfum vissulega yfir mörgu að státa, en kannski fer best á því að vera ekkert að flíka því of mikið við útlendinga. Þeir gætu farið hjá sér, skammast sín eða fengið minnimáttarkennd.

Við Íslendingar getum verið stollt af landi okkar og þjóð og eigum að bera höfuðið hátt.

Gunnar Heiðarsson, 2.5.2012 kl. 09:46

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég býð ávallt góðan daginn, sem betur fer taka flestir undir en mörgum bregður  hreinlega og það þykir mér skondið ;)) Eða kannski er verið að sýna fyrirlitningu eins og þú nefnir og ég fatta það bara ekki ?

Íslendingar þurfa að láta af þeim ósið að spara það sem FRÍTT er. Eins og að hrósa, þakka fyrir sig, sýna kurteisi í samskiptum, virðingu, og að bjóða góðan daginn. Og svo er það sparsemin með að nota stenfuljós, úff það er efni í heila bók ! 

Tökum okkur á, verum góð og sýnum náungakærleik, hjálpsemi og allt það sem kostar ekki neitt og á ekki að spara ;)) 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.5.2012 kl. 00:11

3 Smámynd: Björn Emilsson

Svo gott svo langt sem það nær. Í útlöndum er ekkert skjól og eilífur stormbeljandi, sagði skáldið. Erlendis er ekki venja að brosa framaní fólk. Kona myndi vera álitin gleðikona og maðurinn hommi, eða eitthvað þaðan af verra.

Björn Emilsson, 3.5.2012 kl. 05:11

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef maður býður góðan daginn brosandi í Reykjavík þá fæst nær undantekningalaust bros og kveðja á móti. Ef maður gerir það með nefið upp í loft og fyrilitingu í augum er sjaldan svarað. Það er auðvelt að prufa þetta.

Ég hef aðeins skoðað þetta og komist að því að þetta viðhorf sem hún Ingrid (og margir evrópubúar virðast fá stafar af því af því að þeir líta sjálfir niður á íslendinga, talar niður til þeirra þegar boðið er góðan daginn til dæmis og þess vegna fást ekki svör.

Ingrid hefur það viðhorf til íslendinga að þeir séu smáþjóð og nýskriðnir út úr torfkofum og að hennar kyn og hennar uppruni sé síst lakara en íslendinga. Þess vegna býður hún góðan dagin á öðrum fosendum en margir aðrir.

Lang flestir sem hingað koma fá ekki þessa þörf til að skilgreina ílendinga neikvætt eða jákvætt og það er vegna þess að þeir líta frá upphafi á íslendinga sem jafningja. Mér hefur sýnst þetta viðhorf Igridar ver mjög bundið við einstaklinga frá gömlu Evrópu.

Guðmundur Jónsson, 3.5.2012 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband