Vinnslustöðin snýst til varna

Vinnslustö#99E17

Loksins hefur útgerðarfyrirtæki gripið til skynsamlegra varna vegna gengdarlauss áróðurs ríkisstjórnar, þingmanna hennar og ýmissra annarra. Á vegum ríkisstjórnarinnar er vegið harkalega að fyrirtækjum í útgerð og fiskvinnslu með því að hóta nýrri skattlagningu undir yfirskini auðlindagjalds. Þessi nýja skattlagning er hins vegar ekkert annað en landsbyggðaskattur. Hann mun að langmestu leyti hafa lamandi áhrif á fólk og fyrirtæki í stórum og smáum byggðum í kringum landið og valda flótta til SV hornsins. Munum að svokallað auðlindagjald er skattu og ríkisstjórnin mun taka stærsta hluta hans í eyðsluhít sína.

Allir mótmæla, heimamenn og ekki síður fræðimenn en ríkisstjórninni verður ekki haggað. Í dag birtist mjög lagleg auglýsin frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Í henni segir fyrirtækið frá stefnu sinni í rekstrinum undir yfirskriftinni Virðing, sjálfbærni, velferð. Þó svo að betur hefði mátt vanda textagerð í auglýsingunni er markar hún tímamót og er andsvar á hóflegum nótum sem byggja á samfélagslegri ábyrgð.

Ég efsast ekki um að rekstur Vinnslustöðvarinnar sé í anda þess sem segir í auglýsingunni:

Gildi stjórnenda og starfsmanna Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum eru að hafa virðingu, sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi í starfsemi sinni til að skapa félaginu og samfélaginu velferð og farsæld. Það gerist meðal annars með því að 

  • umgangast og nýta auðlindir hafsins með virðingu og skynsamlegri sókn.
  • stjórna ferli veiða, vinnslu og markaðsmála allt til neytandans þannig að saman fari kröfur um gæði, ábyrgð og afrakstur í starfseminni.
  • stuðla að sjálfbærni auðlinda og samfélags, styrkja innviði byggðarlags síns og velferð þjóðarinnar allrar.
  • leitast við að láta gagnkvæma sanngirni ríkja í samskiptum, jafnt inn á við sem út á við.
  • stuðla að arðsömum rekstri svo menn njóti ávöxtunar af vinnuframlagi sínu og skapi um leið forsendur þess að félagið fái staðið undir samfélagslegri ábyrgð sinni.
  • bera virðingu fyrir neytendum sjávarfangs og leitast ætíð við að tryggja að vörumerkið VSV sé öruggt tákn um góðar og hollar afurðir.
  • virða hvert annað, einnig þá sem starfa í sjávarútvegi og í þjónustu- og viðskiptagreinum sjávarútvegsins. 

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband