Traustur og góður maður gefur kost á sér

920101_Fimmv_r_4D497

Ég gæti vel hugsað mér að styðja Ara Trausta Guðmundsson til forseta. Þekki hann ekki persónulega en hef haft örlítil samskipti við hann í gegnum árin. Hann er sonur Guðmundar frá Miðdal, Einarssonar, sem var einn af forvígismönnum Fjallamanna á sínum tíma. Við Útivistarmenn eignuðumst skála Fjallamanna á Fimmvörðuhálsi og endurbyggðum hann árið 1990 til 1991. Að skálabyggingunni kom Ari Trausti og bróðir hans Egill, sem er arkitekt og teiknaði hann nýja skálann í anda þess gamla samkvæmt óskum okkar.

Í tuttugu ár hefur þessi skáli staðið í tæplega 1100 metra hæð fjölda ferðamanna til trausts og öryggis og mikilsverð minning um Fjallamenn og Guðmund frá Miðdal.

Fyrir um tíu árum gaf ég út bók um gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls. Ari Trausti var svo vænn að lesa handritið yfir og gerði hann nokkrar góðar athugasemdir sem ég tók fullt tillit til. Fyrir það er ég mjög þakklátur ekki síst vegna þess að bókin verður gefin út aftur núna í byrjun maí.

Ari Trausti hefur víða komið við. Hann er vandaður maður, góður vísindamaður, vel ritfær og hefur einstaklega góða rödd eins og þeir þekkja sem hlustað hafa á hann í útvarpi eða sjónvarpi. Svo er hann góður fjallamaður sjálfur og hefur víða of farið rétt eins og hann á kyn til.

Þó svo að hann sé gamall kommi veit ég að margir sjálfstæðismenn geta hugsað sér að styðja hann í komandi forsetakosningum. Dæmi eru um að undarlegustu vinstri menn hafi bara reynst ágætir forsetar. 


mbl.is Ari Trausti ætlar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Er hann ekki að komast á aldur?

Hörður Einarsson, 19.4.2012 kl. 22:00

2 Smámynd: Landfari

Sammála þér að Ari Trausti myndi sóma sér vel á Bessastöðum.

Landfari, 19.4.2012 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband