Íslendingar, góður dálkur í Mogganum

Embla

„Íslendingar“ nefnist dálkur í Morgunblaðinu sem dyggir lesendur þess hafa áreiðanlega tekið eftir. Hann er að mínu mati einn skemmtilegasti hluti blaðsins, skrifaður af mikilli útsjónarsemi og góðum stíl.

Hvernig er hægt að gera ættfræði áhugaverða? Jú, á þann hátt sem umsjónarmaður dálksins, Kjartann Gunnar Kjartansson, blaðamaður og sagnfræðingur gerir. Auðvitað hefur ættfræðin liðið fyrirumfjöllunarefnisins. Hver hefur áhuga á dánu fólki, forfeðrum okkar aftur úr öldum? Jú, eftir því sem við verðum eldri og skynsamari vex áhuginn á eigin uppruna og annarra. Kjartan setjur ættfræðina í samband við samtímann og blandar um leið saman gömlu og nýju. Með því móti nær hann áreiðanlega til yngra fólks. 

Í dag fjallar hann um hina geðþekku knattspyrnukonu Emblu Grétarsdóttir, sem þó er varla orðin þrítug en er mikil afrekskona. Hann rekur ættir hannar á einfaldan hátt með ættartré og á síðan viðtal við hana. Embla fæddist á elliheimili ... en vakti ung athygli hjá Sindra fyrir knattspyrnuhæfileika sína. Meira að segja ég man eftir henni frá því að ég bjó á Höfn fyrir um þrettán árum. Auðvitað man ég betur eftir Grétari Vilbergssyni, föður hennar, hressari og skemmtilegri maður er vart til. Sama á við hana Ragnhildi, eiginkonu hans og móður Emblu.

Meginuppistaða dálksins er ein stór viðtalsgrein. Síðan ef lítill þáttur sem nefnist Merkir Íslendingar, í dag er til dæmis sagt frá Indriða G. Þorsteinssyni, rithöfundi og blaðamanni, föður Arnaldar metsöluhöfundar og Friðrik, fréttamann á Stöð2.

Maður staldrar alltaf við dálkinn hans Kjartans og skoðar hann, fræðist og hefur ánægju af.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband