Eina málið

Mál Jóhnönnu

Mikla ánægju hef ég oftast af því að lesa Staksteina Morgunblaðsins. Höfundurinn er stórskemmtilegur og sér skoplegu hluta tilverunnar en háðið er oft meinlegt. Hér eru Staksteinar dagsins:

Það sjást merki þess að landinn sé að ná sér á strik.

Taktarnir minna á það sem var er sveiflan var mest á óskabörnum þjóðarinnar, frá klappstýru og niðrúr.

Þá keyptu snillingarnir ómálaða mynd af hirðskáldi sínu fyrir á þriðja tug milljóna.

Sjálfsagt hefðu þeir líka keypt óort ljóð af hirðmálurum sínum fyrir svimandi upphæðir, ef tími hefði gefist til.

Uppboðin eru byrjuð aftur.

Og eins og forðum er Samfylkingin nálæg þegar notið er lífsins.

Nú var plastmál boðið upp og fór það á 105 þúsund krónur.

Upphæðin er aðeins skugginn af því sem var, en þó í áttina.

Plastmálið fékk aukið verðgildi vegna þess að Jóhanna Sigurðardóttir úr gömlu „hrunstjórninni“ hafði drukkið úr því.

Listunnendur á Akureyri keyptu málið.

En málið hefur ekki aðeins listrænt gildi heldur einnig pólitískt gildi.

Því þetta er eina málið sem Jóhanna hefur klárað á kjörtímabilinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég geri mér grein fyrir að þetta "ómálaða málverk" er oft notað sem tákn um tímabil í sögu Íslands þar sem allt var á floti í peningum, ef svo má að orði komast.  Hins vegar ber að hafa í huga að málverkið var á uppboði, slegið á 21 milljón til Þorsteins M. Jònssonar forstjóra.  Það gleðilega við þetta var að andvirðið rann til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna - UNICEF.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband