Nýtum orkuna innanlands

Ríkisstjórnin sem er búin að leggja fram rammaáætlun um virkjanir, ríkisstjórn sem þykist styðja náttúruvernd, ríkisstjórn sem er á móti stóriðju, ríkisstjórn sem leggst gegn atvinnulífinu, ætlar nú að skipa nefnd um sæstreng til að sjá Bretum fyrir raforku.

Miðað við það hvernir ríkisstjórnin hefur látið er mörgum spurn hvort eitthvað sé aflögu af rafmagni til útflutnings? 

Í sannleika sagt er það pólitísk ákvörðun hvað við viljum flytja til annarra landi. Viljum við vinna vörur hér á landi og skapa þannig atvinnu eða ætlum við að vera „hráefnisútflytjandi“ flytja út óunnar vörur eða rafmagn? 

Ég á ákaflega auðvelt með að leggja fram eigin pólitíska stefnu í þessum málum. Hún hljóðar svo: Við eigum að nýta orkuna innanlands, skapa hér verðmæti, efla atvinnulíf og gera landið vænt til búsetu aftur eftir hrun og hrunstjórnun núverandi ríkisstjórnar.

Það er vonlaust að útflutningur raforku skapi okkur meira í vasann en útflutningur á varningi sem unnin er hér að meira eða minna leiti. Svo er þeirri spurningu ósvarað hvar á að taka orkuna þegar við getum ekki einu sinni skaffað rafmagn í iðnaðarframleiðslu á Reykjanesi.

Ég trúi ekki öðru en að fleiri séu sammála þessari pólitísku stefnu. 

Afgangsorka verður sennilega aldrei til hér á landi að óbreyttri tækni. 


mbl.is Skipar starfshóp um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég er sammála þér Sigurður.

Við getum tekið Norðmenn sem dæmi, þeir hafa hagað sér eins og algjörir kjánar í sínum orkumálum.

Þeir lögðu sæstreng til hollands og við það fimmfaldaðist rafmagnsverð í Noregi.

Svo fundu þeir olíu og dæla henni upp eins og brjálaðir menn og lána svö öðrum þjóðum gróðann og vonast til að þær ávaxti vel og skili peningunum til baka.

Það væri miklu nær fyrir þá að geyma olíuna í jörðu og láta hana hækka í verði þar, og taka svo út eftir þörfum. Með því munu þeir tryggja afkomu sína til langs tíma í stað þess að fóðra fjármálabraskara um allan heim skammtíma hagnaði af olíunni.

Það sama á við um okkur við eigum að hugsa um okkur og framtíð barna okkar. Hvernig við tryggjum atvinnu þeirra í framtíðinni en ekki hvort við erum að missa af einhverju viðskiptatækifæri sem gefst bara núna, eins og forstjóri Landsvirkjunar sagði.

Sigurjón Jónsson, 13.4.2012 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband