Guernica og örlög guðanna

Víkingaheimar

Örlög guðanna er nafnið á athyglisverðri sýningu í Víkingaheimum og segir frá henni í Morgunblaðinu í morgun. Greint er frá myndum eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, myndlistakonu, og meðal annars birt meðfylgjandi mynd og segir í myndatexta blaðsins: „Atgangur Það er farsælast að reita ekki jötna til reiði.“

Myndin er sérstök og um leið og ég sá hana minnti hún mig á myndina Guernica eftir Piccasso.

Í henni túlkar listmaðurinn loftárás þýskra og ítalskra herflugvéla á bæinn Guernica á Spáni þann 26. apríl 1937 í borgarastyrjöldinni. Árásina gerði Picasso ódauðlega og sýnir mynd hans gríðarlegar þjáningar og vakti athygli á glæpaverkum fasistastjórnar Francós.

Guernica

Mynd Kristínu Rögnu er stórskemmtileg og lýsandi fyrir viðfangsefnið og ég er ákveðinn í því að skoða þessa skemmtilegu sýningu í Víkingaheimum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband