Norðurljósin draga að eins og hvalirnir
22.3.2012 | 10:10
Norðurljósin eru svo sjálfsögð í augum og skilningi okkar Íslendinga að við áttum okkur ekki alveg á þörf eða löngun fólks sem býr sunnar á hnettinum í að skoða þetta furðufyrirbæri. Og það er rétt að norðurljósin eru furðufyrirbæri rétt eins og regnboginn eða skýjafarið. Og hverju skyldi nú hafa dottið í hug að gera þessa þörf að féþúfu.
Fyrir tæpum tuttugu árum datt einhverjum í hug að bjóða ferðamönnum upp á siglingu í til að skoða hvali. Þetta gerðu til dæmis þeir Tryggvi Árnason á Höfn í Hornafirði og Ásbjörn Björgvinsson á Húsavík. Á síðarnefnda staðnum hefur hvalaskoðun orðið að stóreflis rekstri sem veltir gríðarlegum fjárhæðum. Frá Höfn reyndist hvalaskoðunin erfiðari og lagðist fljótt af.
Á meðfylgjandi súluriti má sjá hversu gríðarlegur vöxtur hefur verið í aðsókn að hvalaskoðun á landinu frá því 1995. Á síðasta ári voru farþegar í þessum ferðum meira en 120.000.
Hver veit nema aðsókn í að skoða norðurljósin vaxi með álíka hraða? Árið 1997 voru til dæmis farþegar í hvalaskounarferðum aðeins 20.000 manns, svipað eins og komu í fyrra í norðurljósaskoðun.
22.000 farþegar skoðuðu norðurljósin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigurður, þetta eru 22.000 manns hjá aðeins einu fyrirtæki. Fleiri fyrirtæki bjóða upp á þessar ferðir, þannig að búast má við að fjöldinn í það heila sé vel yfir 40.000 bara hér á Reykjavíkursvæðinu og síðan eru allir þeir sem fara norður í land, á suðurlandið og jafnvel til Vestfjarða.
Marinó G. Njálsson, 22.3.2012 kl. 12:39
Þetta lofar bara góðu. Í stað ársins 1997 í hvalveiðum er þetta mitt ár 1999.Man eftir því í fyrra haust þar sem ég var staddur á Fimmvörðuhálsi hvað margir ferðamenn vildu láta vekja sig og fara út um miðja nótt ef von var á norðurljósum. Alveg ótrúlegt hvað miklir möguleikar eru í ferðaþjónustu ef menn líta í kringum sig.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.3.2012 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.