Enn bendir allt til sýknu Geirs fyrir Landsdómi

Enn hefur ekkert komið fram í vitnaleiðslum sem varpar sök á Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra. Þvert á móti bendir allt til þess að stjórnvöldum hafi í raun verið allar bjargir bannaðar í viðleitni þeirra til að stemma stigu við útþennslu bankanna.

Enginn hefur komið með nein rök sem dugað hefðu. Jafnvel enn þann dag vefjast lausnirnar fyrir skörpustu mönnum jafnt sem einföldustu stjórnmálamönnum.

Hrunið var upphafið að miklum ósköpum fyrir landsmenn en að mörgu leiti má þakka fyrir það. Hvernig væri annars staðan í dag með öll þessi krosseignatengsl, yfirtökur á fyrirtækjum, kúlulán og sérhagsmunagæsku?Held að staðan þjóðarinnar væri jafnvel enn verri en undir þessari norrænu velferðarsstjórn.

Niðurstaða Landsdóms verðu einfaldlega á þá leið að Geir H. Haarde verður sýknaður. Engin rök benda til annars. Í kjölfar þess held ég að ríkisstjórnin segi af sér. Meirihluti þingsins getur ekki haldið áfram með tvær þjóðaratkvæðagreiðslur á bakinu og ónýtan málatilbúnað gegn pólitískum andstæðingi.

Svo þarf þjóðin í sannleika sagt að ræða hlut Davíðs Oddssonar og verk hans hruninu og kjölfar þess. Held að þar muni koma fram óvænt rök sem benda til þess að hin pólitíska ófrægingarherferð gegn honum sem hófst með Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og endaði með brottrekstri hans frá Seðlabankanum muni koma þægilega á óvart og sýna manninn í allt öðru ljósi. Svo virðist sem að orð Davíðs í hinu fræga Kastljósviðtali í nóvember 2008 hafi verið rétt mat á aðstæðum.


mbl.is Íhuguðu að hóta bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Við bara gátum ekki annað en látið þetta springa í loft upp."

"Aðrir möguleikar komu einfaldlega ekki til greina! "

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2012 kl. 15:34

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sláandi sú niðurstaða að aðrir möguleikar hafi ekki komið til greina. Allt hefði valdið miklum vanda og bótaskyldu ríkissjóðs.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.3.2012 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband