Davíð úthúðar bankamönnum með stóryrðum ...
12.3.2012 | 10:57
Engar sögur ganga um illar draumfarir vegna yfirvofandi bankahruns, enginn spámaður stóð upp og flutti viðvörunarræður, engir spekingar vöruðu við hættu á bankahruni, engir stjórnmálamenn ræddu opinberlega þessa yfirvofandi hættu, enginn æsti sig nema Davíð Oddsson. Og svo kvartar Ingibjörg Sólrún yfir því að hann hafi úthúðað bankamönnum og útrásarliðinu með stóryrðum og slætti ... Er það ekki annars þannig sem umræðan í dag er um bankamennina og útrásarliðið?
Hvað myndi sómakær og heiðarlegur embættismaður gera þegar hann sér fram á banka- og efnahagshrun. auðvitað sleppir hann sér þegar hann horfir í augun á geðlitlu og hugmyndasnauðu fólki sem að öllu jöfnu ætti að láta hendur standa fram úr ermum. Hvað hefðir þú gert, lesandi góður, hefðir þú vitað um stöðu mála á þessum tíma?
Og Davíð Oddsson er gagnrýndur fyrir varnarðarorð sín, hann er gagnrýndur fyrir aðgerðir eigenda bankanna, manninum er eiginlega kennt um allt. Og núna er hann sagður hafa tekið hamskipti á fundi með ráðherrum. Auðvitað átti hann að messa yfir þessu liði og brjóta í lokin fundarborðið. En ekkert haggaði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra. Hvað átti Davíð að gera til að vekja hana?
Tók hamskiptum á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt, Sigurður, jafnvel Davíð tókst ekki að vekja Ingibjörgu Sólrúnu. Svo þegar hún vaknaði aðeins, þá vildi hún lána bönkunum yfir 1000 milljarða króna og leist ekkert á neyðarlögin!
Ívar Pálsson, 12.3.2012 kl. 11:05
Davíð hefur þá væntanlega verið sofnaður sjálfur þegar hann kastaði 3-400 milljörðum af skattfé Íslendinga í banka sem var farinn á hausinn að hans mati.
Hlýtur þá að hafa gengið í svefni þegar hann framkvæmdi þessa niðursturtun á skattpeningum.
Theódór Norðkvist, 13.3.2012 kl. 07:08
Góður pistill hjá þér Sigurður og sannur.
Staðreyndin er sú að Davíð var farinn að hafa áhyggjur af bankakerfinu strax árið 2003, en þá hvatti hann bankanna til að fara varlega í lánveitingum.
"Sígandi lukka er best", þetta voru orð sem Davíð sagði oft í fjölmiðlum, á sama tíma var öll þjóðin að dansa á fullu í kring um gullkálfinn.
Ástæðan fyrir því að Davíð eða seðlabankinn settu fé í bankanna var einföld og auðskiljanleg.
Það vonuðu allir og Davíð líka, að þetta myndi reddast. Hann kom með ágæta samlíkingu í viðtali eftir vitnaleiðsluna, en þá kom hann eð samlíkingu um lækni og sjúkling.
Læknirinn getur í hjarta sínu verið sannfærur um að sjúklingurinn eigi enga von og muni deyja innan skamms, sama hvað verður gert.
En þrátt fyrir það, þá reynir læknirinn allt sem hægt er til að bjarga lífi sjúklingsins.
Að sjálfsögðu reyndi seðlabankinn allt sem hægt var, til að halda lífi í bönkunum, annað var ábyrgðarleysi á þessum tíma.
Jón Ríkharðsson, 13.3.2012 kl. 11:11
Bestu þakkir Jón. Les oftast pistlana þína. Haltu ótrauður áfram.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.3.2012 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.