Hugmyndir um gjörbreytingu lands

Tæknigeta mannsins og afköst hans eru slík að það er ekkert því til fyrirstöðu að breyta grunngerð landsins. Okkur er í lófa lagið að taka niður heilu fjöllin og flytja „efnið“ (úr hverju eru fjöllin annars gerð?) eitthvurt annað. Það hefur raunar verið gert.

Við getum auðveldlega lokað dölum eða lægðum og fylla þá með vatni. Um leið getum við grafið okkur ofan í jörðina eða inn í fjöllin og búið þar til mikla sali þar sem listamenn flytja ódauðlega tónlist til dýrðar afrekum okkar. Allt þetta kallast víst framþróun.

Ég var svo heppinn hér á árum áður að geta farið með börnin mín um landið og sýnt þeim staði sem mér þykir vænt um. Er núna einmitt að að velta því fyrir mér hvort ég geti gert það sama fyrir barnabörnin mín eða verð ég of seinn. 

Hvers vegna í ósköpunum þurfum við að breyta landi og til hvers? Ég held að fólk þurfi ekki að skiptast í virkjunarsinna eða andstæðinga virkjanna til að átta sig á því að framtíðinni er stórkostleg hætta búin höldum við áfram að breyta því eftir smekk okkar. Er ekki til einhvað sem heitir réttur nýrra kynslóða til að njóta landsins eða er bara í lagi að sökkva landi eða flytja fjöll úr stað?

Þetta er svo ofboðslegur yfirgangur að minnir á andlitsbreytingar fræga fólks í eilífðri og tapaðri leit þess að útliti æskunnar. Breytingar á líkama fólks eru venjulega gerðar með samþykki viðkomandi en hver er umboðsmaður náttúru landsins?


mbl.is Vara við breyttri röð virkjana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Sigurður, þetta er vandamál sem VIÐ verðum að leysa þar sem stjórnvöld okkar bregðast. Ég hef sagt það og endurtek að við gömlu gröfukallarnir förum af stað með öllu sem hönd á festir og stoppum þessar óþarfa valdaníðslur.

Eyjólfur Jónsson, 12.3.2012 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband