Saksóknari sýnir ekkert nýtt fyrir Landsdómi

Enn er beðið eftir þeim upplýsingum sem réttlæta eiga landsdóm gegn Geir H. Haarde. Ekkert hefur komið fram sem sýnir neitt annað en að stjórnvöld reyndu að snúa við því óhjákvæmilega. Að því var unnið af heilum hug.

Og andskotar Geirs héldu því fram innan þings sem utan að með landsdómsmálinu gæti hann fengið að hreinsa sig. Enn hefur hann ekki þurft þess, jafnvel ekki þó fyrrum bankastjóri Kaupþings byrsti sig í vitnastól. Geðsveiflur hafa bara alls engin áhrif á dómara.

Landsdómur getur ekki sakfellt á grundvelli þess sem fram þegar hefur komi, nema því aðeins að allt sem maður les og heyrir í fjölmiðlum sé tóm vitleysa. Að minnsta kosti hefur saksóknari Alþingis ekki enn getað sýnt fram á að ákæran hafi við eitthvað að styðjast. Og hvað ætti það eiginlega að vera? Það er ekki nóg að ákæra fyrir það eitt að einhver er pólitískur andstæðingur, jafnvel þó það hafi verið gert.


mbl.is Spáir 40% heimtum í þrotabúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband