Réði hefndarfýsn gerðum fyrrum forstjóra FME?

Fyrir tæpum 30 árum var starfsmanni hjá stóru íslensku fyrirtæki með starfsemi í mörgum löndum sagt upp vegna erfiðleika í samskiptum hans við yfirmenn sína. Til að hefna sín fyrir uppsögnina greip þessi maður til þess úrræðis að reka hnífinn í bakið á starfsmönnum fyrirtækisins með því að fóðra helsta sorpblað landsins á trúnaðarupplýsingum og ósannindum um fyrirtækið, sem hann hafði starfað hjá. Með því kveikti hann þann eld, sem varð að mesta galdrabrennumáli 20. aldarinnar, og var kallað Hafskipsmálið.
 
Axel Kristjánsson, virtur lögmaður, sem þekktur er fyrir allt annað en að fara með fleipur, ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið í morgun en ofangreind tilvitnun er úr henni. Maður rekur eiginlega upp stór augu við letsurinn. Hvað á maðurinn við? Um hvern er hann að tala?
 
Þessum manni, sem kveikti galdrabrennueldana forðum, tókst síðan að klifra eftir krókaleiðum upp í eitt af æðstu embættum ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms J. og hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðan í eftirliti með siðferði fjármálakerfisins.
Nú virðist svo, að ekki hafi honum tekist betur til en svo, að hann hefur notað stöðu sína til að hnýsast í einkamál annarra með atbeina þeirra, sem hann átti að halda á hinni vandrötuðu braut siðferðis í fjármálum. 
 
Á Axel hér við Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóra FME? Sé svo kann stjórn FME að hafa farið enn lengra aftur en til ársins 2001 til að finna ávirðingar á Gunnar? 
 
Það sem verst er eiginleg fyrir Gunnar er að málið vegna uppsagnar hans virðist engan enda vera að taka. Fleiri og fleiri blandast í málið. Núna Axel Kristjánsson og ekki síður Fréttablaðið í morgun. Í því fullyrðir Gunnar að Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hafi komið gögnunm til Kastljóssins sem fór mjög óvægnum höndum um forstjórann þáverandi.
 
Svo virðist sem að í þessum ping-pong leik taki fleiri en tveir þátt. Ásakanir eru á alla bóga um leka úr Landsbankanum um persónuleg málefni Guðlaugs Þórs og líka Gunnars. 
 
Allt þetta mál ber þess merki að vera orðinn farsi. Fjármálaeftirlitinu er enginn greiði gerður með því að halda áfram málarekstrinum í fjölmiðlum og trúverðugleiki Gunnars Andersen fer óneitanlega hraðminnkandi eftir því sem fleiri gögn benda til þess að gerðum hans ráði beinlínis óslökkvandi hefndarfýsn. Annað fæ almenningur ekki séð eftir því sem fleiri upplýsingar verða til um þetta mál.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eitt er víst, og það er að fjölmiðla og stjórnmálaklíkan á Íslandi, stendur ekki að fréttaflutningi um þetta mál Gunnars á óháðan hátt. Hringir það einhverjum viðvörunarbjöllum hjá einhverjum? Minnir á gömul og svikul eineltis-vinnubrögð pólitískra fjölmiðla, sem sumum hugnast að viðhalda.

Mikill er máttur AGS-EES-ESB-fjölmiðilsins RÚV. Það eru sem betur fer til sterkari og æðri máttarvöld.

Almenningur á Íslandi vill heiðarleika virðingu og réttlæti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.3.2012 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband