AGS skilur ekki tilfinningar aðeins Excelskjöl

forgangur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að fyrst kemur ríkið síðar, löngu síðar, borgararnir og fyrirtækin.

Þetta er röng aðferðarfræði og sést einna gleggst á Ísland og Grikklandi. Á báðum stöðum hefur þessi makalausi alþjóðasjóður ásamt ESB knúið fram gríðarlegt atvinnuleysi svo leysa megi fjárhag ríkisins.

Hin rétta aðferðarfræði er sú að hvetja til almennrar neyslu, ýta almenningi og fyrirtækjum út í fjárfestingar og framkvæmdir. Þannig verða til tekjustofnar fyrir ríkissjóð. Þeir hverfa með auknu atvinnuleysi, minni umsvifum í þjóðfélginu, minni fjármagnshreyfingum og fleiri aurum sem læstir eru inn í bankahvelfingum.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þekkir ekki tilfinningar fólks enda sjást þær ekki á Excelskjölum eða reiknilíkönum. Starfsmenn sjóðsins þekkja ekki atvinnuleysi af eigin raun. Þetta er hálaunalið, skattlaust og leggja ekkert til, hvorki í heimalandi sínu né annars staðar.

Vísum Franek Rozwadowski, sendifulltrúa AGS á Íslandi og Julie Kozack, yfirmanni sendinefndarinnar AGS, úr landi. Eða það sem betra er, látum sérstakan saksóknara kyrrsetja skötuhjúin og sækjum þau til saka fyrir ómanneskjulegar aðgerðir gegn íslenskri þjóð. Tillögur sjóðsins hafa reynst stórhættulegar og hrakið fjölda fólks í atvinnuleysi og úr landi. Þær hafa þrengt svo mikið að þjóðinni að hún hefur aldrei verið nærri því að missa fullveldi sitt til ESB.


mbl.is Andvíg almennri skuldaniðurfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Það er ekki oft sem mig setur hljóðan yfir lestri bloggpistla en það gerðist núna þegar ég las niðurlags þíns pistils.  Niðurlag sem mig langar að endurprenta því meira get ég ekki orðið sammála nokkurri hervhöt en þeirri sem þú færðir svo góð rök að.

"Vísum Franek Rozwadowski, sendifulltrúa AGS á Íslandi og Julie Kozack, yfirmanni sendinefndarinnar AGS, úr landi. Eða það sem betra er, látum sérstakan saksóknara kyrrsetja skötuhjúin og sækjum þau til saka fyrir ómanneskjulegar aðgerðir gegn íslenskri þjóð. Tillögur sjóðsins hafa reynst stórhættulegar og hrakið fjölda fólks í atvinnuleysi og úr landi. Þær hafa þrengt svo mikið að þjóðinni að hún hefur aldrei verið nærri því að missa fullveldi sitt til ESB."

Ég vona að þú takir það ekki illa upp þó ég vísi í þessi orð þín í bloggpistli mínum um sömu frétt.  Ef svo er þá fjarlægi ég þau umsvifalaust.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 11:33

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þér er það velkomið, Ómar. Alltaf gott að heyra frá þeim sem eru manni sammála.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.3.2012 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband