Þrúgandi leiður leiðarahöfundur Fréttablaðsins

Þrúgandi leiðindi“, er fyrirsögnin á leiðara Fréttablaðsins um helgina. Höfundurinn, Óli Kristján Ármannsson, finnst svo þrúgandi þetta eilífðartal „um skuldavanda, gjaldeyrismál, Icesave og þar fram eftir götunum ...“.

Þetta viðhorf heyrði maður oft á meðan á Icesave umræðunni stóð á Alþingi. Lið á borð við leiðarahöfund Fréttablaðsins sem vildi troða samningunum ofan í kok á þjóðinni og héldu því fram að allt sem þurfti að segja hefði verið sagt en samt væru menn að tala um Icesave. Ef til vill varð það svo en þjóðin sagði að lokum nei og örlitlum minnihluta þjóðarinnar fannst það ofsagt.

Vissulega er pólitísk umræða oft þrúgandi og leiðinleg. Engu að síður er ekki þar með sagt að hægt sé að sleppa slíku og þá hverfi vandamálin. Tugþúsundir heimila standa afar illa vegna húsnæðismála sinna og atvinnuleysis.

Já, óskaplega er það þrúgandi að þurfa að hlusta á kveinstafi okkar hinna.

Og hversu þægilegt er að gera eins og leiðarahöfundur Fréttablaðsin, ræða málin bara út frá sjónarmiði þeirra sem eiga kröfur í heimili landsmanna, þeirra sem hreinlega geta ráðið verðbólgustiginu í landinu og þannig hækkað verðtryggðu lánin. Og mikil skelfingar ósköp er þægilegt að kalla þá stjórnmálamenn lýðskrumara sem vilja taka á skuldavanda heimilanna. Og í þokkabótafvegaleiða umræðuna með því að fullyrða að allar úrbætur lendi á almenningi sem skattur.

Í þokkabót segir leiðarahöfundurinn í einhvers konar kaldhæðni:  

Er ekki ráð að fara að koma á þessari ábyrgu efnahagsstjórn sem þjóðin hefur, líkast til allt frá stofnun, beðið eftir?

Hann kallar verk ríkisstjórnarinnar ábyrga. Heyrið það! Ofskattaðir, atvinnulausir, þið sem tapið hafið íbúðum ykkar, þið sem flutt hafið úr landi, þið sem leigið íbúðir á okurverði, bíleigendur á landsbyggðinni ... Þarna talar málsvari ríkisstjórnarinnar sem er orðinn þrúgandi leiður á gagnrýni á stjórnarhættina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband