Forsætisráðherra þorir ekki á viðskiptaþing
15.2.2012 | 14:47
Vandi ríkisstjórnarinnar er gríðarlegur. Ráðherrar og þinglið hennar gerir sér mætavel grein fyrir þessu. Í stað þess að vinna eins og menn er ráðist á gagnrýnendur, aðilum eins og Viðskiptaráði, atvinnurekendum og útvegsmönnum. Á móti málefnalegri gagnrýni koma upphrópanir ráðherra.
Það er ekki Viðskiptaráði að kenna að hér á landi er upp undir 20% atvinnuleysi, það er mælt atvinnuleysi plús falið atvinnuleysi. Áhyggjur fólks vegna þessa er ekki hægt að fela með því að kenna öðrum um getuleysi ríkisstjórnarinnar.
Hagvaxtaspár eru svartar. Ekki er hægt að fela þær með kjaftagangi ríkisstjórnarinnar.
Rúmlega 40% heimila í landinu ráða ýmist illa eða ekki við húsnæðisskuldir sínar. Ríkisstjórnin getur ekki lengur falið sig á bak við 110% leiðina sem hún bjó til og er ekkert annað en löggiltur þjófnaður.
Svo er auðvitað ástæða til að biðja Viðskiptaráð að sýna umhyggju og skilning á því að forsætisráðherra þjóðarinnar þorir ekki að mæta á viðskiptaþing.
Fráleitt af stjórnvöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.