Ekkert mark tekið á þeim sem ferðast um landið
15.2.2012 | 11:16
Náttúra landsins eru engin einkamál vinstri manna, hún er okkar allra. Það sannaðist svo eftir var tekið á fundi Sjáflstæðisflokksins í gærkvöldi undir yfirskriftinni: Íslensk náttúra lokuð Íslendingum? Á honum voru nær eingöngu fulltrúar útivistarfélaga á landinu.
Sláandi var að heyra hvernig samráð stjórnvalda, hinni opnu stjórnsýslu og norrænnar velferðar, hafa verið tíðkuð.
Umhverfisráðuneytið bjó til rit sem á að vera grunnur um löggjöf til vernar náttúru Íslands og ber nafnið hvítbók.
Þrátt fyrir stór orð um opna stjórnsýslu, samráð og öll önnur falleg orð, var ekkert mark tekið á ótal umsögnum Samtaka útivistarfélaga um þetta rit. Þess í stað var hvítbókin samin af fólk sem þekkti meira til stjórnsýslu en til hálendis Íslands. Í þokkabót virðist sem að umhverfisráðuneytið hafi týnt umsögnum Samút.
Innan Samtaka útivistarfélaga eru um 30 til 40.000 manns. Þeir sem þar hafa valist til forystu vinna öll sín störf án endurgjalds. Athygli vekur að umhverfisráðherra telur sig ekki þurfa að leita ráða til þessa fólks sem þó býr yfir gríðarlega miklum upplýsingum um landið. Í sannleika sagt er leitun að meiri umhverfisverndunarfólk en því sem notar landið, ferðast um það og vill ekkert frekar en að vernda það og varðveita handa ókomnum kynslóðum.
Stjörnvöld sýna þessu fólki óvirðingu, leitar ekki samráðs við það fyrr en verkefnum er lokið og þá er lítið mark tekið á þeim.
Þeir sem hæst gapa um samráð og opna stjórnsýslu efna ekki loforð sín heldur reyna hvað þeir geta til að fela það sem verið er að gera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.