Varla þarf að deila um háspennulínur

Hellisheiði1

Einhvern veginn verður að koma rafmagni til notenda en það er alls ekki sama hvernig það er gert. Háspennulínur eru óumdeilanlega hundleiðinlegar í landslagi sem jafnvel hörðustu virkjunarsinnar geta ekki mótmælt né haldið því fram að þúsundir ferðamanna komi til að dást að þeim. Þetta er nú ein rösksemd margra fyrir virkjunum að þær séu mikilvægar fyrir ferðaþjónustuna.

Fyrir mörgum árum var deilt um háspennulínu sem lá í gegnum Árbæinn og var íbúum þar mikill þyrnir í augum. Það þurfti kosningaloforð frá Sjálfstæðisflokknum til að koma þessum andskota ofan jörðina og það var auðvitað efnt.

Síðan hefur enginn sífrað um 

Hellisheiði2

háspennulínur í Árbæ eða kostnað við að fela þær.

Hellisheiði5

Eitt fegursta útivistarsvæðið á suðvesturlandi var Hellisheiði. Nú er Orkuveita Reykjavíkur búin að eyðileggja hana með hamslausum virkjunarframkvæmdum.

Hellisheiði4Hellisheiði3

Um heiðina liggja svo ótal háspennulínum sem gera hana lítið spennandi fyrir gönguferðir. Lá þó þar um þjóðbraut frá nánast fyrstu tíð búsetu í landinu. Hundruðir kynslóða mörkuð götu ofan í hart hraunið og má enn sjá glögg merki hans. Gamli hellukofinn var byggður 1830 á grunni krossvörðu sem þarna var fólki og skepnum til skjóls, líklega í hundruðir ára.

Allt þetta er nú orðið eitthvað svo lítilfenglegt þarna við rætur hárra háspennumastra og girðinga sem einhverjir vitleysingar létu reisa þarna fyrir nokkrum árum í óljósum tilgangi. Ætti nú enginn að vera hissa á andstöðu við þessar háspennulínur og kröfur um að setja þær í jörð þar sem það er hægt.


mbl.is Deilt um línur í lofti og á láði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þær eru ekkert verri en lína í jörð skil ekki hvað fólk er að væla yfir þessu enginn hefur enn drepist við að þurfa horfa á þær svo eru þetta bara falleg fyrirbæri og fróðlegt að spegulera í því hvernig þær eru bigðar

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 18:09

2 Smámynd: Einar Steinsson

Þetta eru forljótir óskapnaðir og peningum sem fara í að koma þeim úr augsýn er vel varið. Íslendingar hafa verið nokkuð duglegir við að fara með rafmagns og símalínur ofan í jörðina, víða erlendis eru meira að segja símalínur ennþá á staurum úti um allt.

Einar Steinsson, 7.2.2012 kl. 18:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sífellt er færð fram sú afsökun að leggja þurfi allar þessar hrikalegu línur "til að koma rafmagni til notenda."

Hið rétta er að stóriðjan tekur nú þegar til sín yfir 80% af rafmagni landsins og stefnt er að því að fara yfir 90%.

Vegna þess að þetta er "orkufrekur iðnaður" sem búið að er að gylla og gera að trúaratriði þarf gríðarlega orku og línurnar eru margfalt hærri og fyrirferðarmeiri en þær línur sem þarf "til að koma raforku til notenda."

Ómar Ragnarsson, 7.2.2012 kl. 21:18

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við eigum Búrfellsvirkjun og allt sem hún framleiðir. 

Við ættum hanna ekki hefði Hjörleifur fengið að ráða, því að þá hefði Straumsvíkur álverið ekki orðið það sem það er. 

Á milli orkuvers og notanda þarf tengingu og loftlínur eru hagkvæmari en jarðstrengir og auðveldara að fjarlægja þær, þá og ef hagkvæmari línur og ósýnilegri verða til.

Sveita félög sem ekki vilja neitt til leggja í atvinnu uppbyggingu til handa atvinnulausu fólki hlýtur þá að sætta sig við minni stuðning.    80 % Já,  það myndi klárlega finnast einhverstaðar ef það hætti að vinna.

Hrólfur Þ Hraundal, 7.2.2012 kl. 22:20

5 identicon

ef ég mætti ráða þá myndi ég reindar klippa á rafmagnið frá þessum virkjunum og framleiða sjálfur þetta blessaða rafmagn er svo dýrt að maður varla má kveikja á þvottavél þá er allt komið í hæ skæ og ekki skánar það með mig ég á bara raftæki sem eru antik og þau éta rafmagn en ég lærði eitt aldrey að kaupa nýtt fyrr en það gamla drepst og það heldur mér gangandi það er að gera upp gamallt og selja það + kannzki eitthvað nýtt með ég vil síma línuna eins og hún var þetta eru þannig tenglar í dag að það er vandræði að setja gamlan síma í samband maður þarf helst að skifta út tenglum því nía systemið það er ekki gert fyrir gamallt kerfi ég gat ekki einu sinni notað síman hennar ömmu og það er bara skífu ég get nú ekki séð hvað er ljótt við þessi mastur hér á akureyri eru enn nokkrir ljósastaurar tengdir með vírum á milli enda man ég eftir þegar ég vann hjá bænum það voru þeir sem entust lengur en hinir þetta nía drast eins og jarð lína er alveg öruglega með stittri endingu eins og tölvur mamma á sína enn og hún er 21 árs ég átti eins en hún varð ónýt 5 ára og ég træuði að nýtt væri betra og rétt er það er það endist 10x stittra en gamallt

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband