... fjallshlíðar Esju!

Móskarðhnúkar, norðan

Hvort er slysið í „fjallshlíðum Esju“ eða í „fjalllendi norðan Móskarðshnúka“? Þó ég þekki bæði Esju og Móskarðshnúka ágætlega er ég ekki nær um slysstaðinn þó ólíkum örnefnum sé hent inn í fréttina.

Esjan er fjall. Um það villist enginn. Hlíðar Esju, „fjallshlíðar“ eins og þær eru nefndar svo menn fari nú villist alls ekki á fjallinu og ... kannski hótelinu.

Móskarðshnúkar eru snarbrattir, norðan og sunnan. Þangað á enginn erindi á vélsleðum. Fjallið Trana er þar norðan við og kannski má fara þar upp á sleðum. Eyjadalur held ég að gangi inn að Móskarðshnúkum að norðan. Hann er langur og mjór. 

DSCN6863

Meðfylgjandi mynd er teknin af Móskarðshnúk, göngufólk á leið upp og í baksýn eru „fjallhlíðar Esju“. Hátind, 909 m, má greina lengst til vinstri, efst. 

Bætti við tveimur myndum. Mynd nr. tvö er tekin að sumarlagi og horft niður Eyjadal.

Þriðja myndin er af sviðuðu sjónarhorni og sú fyrsta. Horft vestur yfir Móskarðshnúka til Esju.

Á þessum myndum má hiklaust draga þá ályktun að á þessum slóðum er lítið færi fyrir vélsleða. Þess vegna held ég að slysið sé annars staðar nema vélsleðamenn hafi verið þarna í tómri vitleysu. 

DSCN6861
mbl.is Féll af vélsleða í Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband