Dagur hlær og skríkir vegna skattahækkunar
2.2.2012 | 14:17
Þegar kemur að svo íþyngjandi ákvörðun fyrir áhugafólk um tiltekna afþreyingu lætur Reykjavíkurborg hana athugasemdalaust ganga í gegn. Ég er ekki hestamaður en mér blöskrar þessi hækkun fasteignaskatts á hesthús. Enn meir finnst mér þessi tilvitnuðu orð Dags B. Eggertssonar vera honum til mikils vansa.
Lögum hefur verið breytt vegna ómerkilegri hluta. Stjórnendur sveitarfélaga sem og ríkis eiga aldrei að sætta sig við sjálfvirka afgreiðslu mála. Hvernig Dagur og Jón Kristinsson komast að þeirri niðurstöðu að ekkert sé við þessu að gera er óskiljanlegt. Og Dagur hlær bara eins og þau fjárhagsvandræði sem blasa við þúsundum manna vegna hækkunarinnar sé bara skemmtiefni. Svona er nú húmorinn hjá þessu samfylkingarliði.
Hestamennska er afþreying og fyrir suma mikil og góð íþrótt. Hvernig sem maður veltir málinu fyrir sér kemst maður seint að þeirri niðurstöðu að hesthús sé iðnaður eins og yfirfasteignamatsnefnd kemst að fyrir hönd þeirra spéfugla Dags og Jóns borgarstjóra. Fyrir aðra er þetta einum of mikið að hesthúsa.
Oft dottið á höfuðið en ekki nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er Dagur að myndast við að taka upp Gnarr takta???
Tómas Ibsen Halldórsson, 2.2.2012 kl. 14:32
Varla, Tómas, því sá fyndni pólitískt getulaus og sá pólitíski er húmorslaus.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2012 kl. 14:35
Ég ráðlegg hugsandi og heilsteyptu fólki að horfa í eigin barm.
Eftir þá samviskuskoðun í eigin barm, geta allir heiðarlega trúandi einstaklingar farið að koma með réttlátar ásakanir á Besta Flokkinn í Reykjavík.
Mér finnst þetta unga fólk bara standa sig gífurlega vel, og skömmin er þeirra sem sátu í fyrri borgarstjórnum, að hafa skilið eftir erfið verkefni fyrir þá nýju.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2012 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.