Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Skortur á öryggismyndavélum er borginni til skammar.
30.1.2012 | 17:40
Er það ekki alveg ótrúlegt að Reykjavíkurborg taki afstöðu með óþokkunum með því að leggja ekki til fjármagn til endurnýjunar á öryggismyndavélum í miðborg Reykjavíkur? Margir muna eftir uppsetningu myndavélanna og hvílík bylting þær voru sagðar. Fæstir átta sig á að vélarnar úreldast eða eyðileggjast enda ekki á sama hátt neitt um það sagt í fjölmiðlum. Ekki fyrr en í óefni er komið.
Auðvitað tekur ekki Reykjavíkurborg afstöðu með vonda liðinu. Skárri væri það nú. Hins vegar er það borginni til hrikalegrar skammar að standa ekki í lappirnar og útvega fjármagn. Annað eins og meira til fer nú áreiðanlega í minniháttar mál hjá hinum eitursnjalla borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Gnarrflokksins.
Ónýtar öryggismyndavélar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eina sem er fengið með myndavélum sem virka eru hreyfimyndir af ódæðum. Þeim sem kannski nást þannig er alltaf sleppt jafnóðum. Hvernig væri að gera eitthvað í því að fækka ódæðunum, í stað þess að safna vídjómyndum af þeim?
Ásgrímur Hartmannsson, 30.1.2012 kl. 18:33
Sæll Sigurður. Ef pólítíkusar þessa lands eru sammála um eitthvað þá er það að setja menn ekki í fangelsi og sekta menn ekki fyrir ofbeldi eða rán. Dómarar og þingmenn hafa gengið þannig um þetta kerfi að aðeins í morðmálum og nauðgunum nýlega eru viðurlög við fyrsta broti. því miður
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 18:51
Ég hugsa að þetta hafi getað verið pínulítið undansláttarsvar frá lögreglumanninum.
Ekki er þetta nú alveg rétt hjá þér Ásgrímur. Oft er hægt að sjá andlit þeirra sem eiga hlut að máli. Hvert eitt mál er mismunandi. Þekki það af eigin reynslu. Búinn að senda þau nokkur málin til lögreglu og upptökur af atvikum.
Sigurður svona myndavélar eru með sérstöku húsi utanum til að verja gegn hverskonar veðrum. Þær eiga að duga í mörg ár. Hinsvegar geta þær orðið ónýtar ef þær eru skemmdar.
Guðni Karl Harðarson, 30.1.2012 kl. 19:00
Ég veit ekki betur en hver fermetri af London sé vaktaður með amk 3 myndavélum - samt er glæpatíðnin þar ein sú hæsta í Evrópu.
Þeim allra hörðustu má svo vera slétt sama hve þungan dóm þeir fá. Þeir borga ekki, og þurfa seint að sitja inni.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.1.2012 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.