Björt framtíð, en hvað með daginn í dag?

Stjórnmálamenn verða ekkert betri þó þeir misnoti eða ofnoti klisjur eða falleg orð. Sósíalistar gerði forðum allt í nafni alþýðunnar og jafnvel mestu grimmdarverk sögunnar voru unnin í nafni framtíðarinnar. Menn geta því talað endalaust og tvinnað saman fallegustu orðum íslenskrar tungu og vonað að það fleyti þeim inn á Alþingi. En til hvers?

Hvers vegna er Guðmundur Steingrímsson alþingismaður? Ég hefði borið meiri virðingu fyrir honum hefði hann notað tíma sinn þar til að drita út frumvörpum til laga til styrktar atvinnulífi þjóðarinnar, skuldavanda heimilanna og öðru því sem til framtíðar horfir. Þess í stað þrumir hann í horni, gerir ekki neitt, tekur ekki þátt til stjórnmálabaráttu, lemur ekki á þeim sem stýrt hafa landinu úr hruni í enn meira hrun.

Vel má vera að framtíð Guðmundar sé björt en hann hefur hjálpað ríkisstjórninni að gera daginn í dag helsvartan fyrir tugþúsundir mann.


mbl.is Björt framtíð heldur nafninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þorleifsson

Bara bjartsýnn?

Stefán Þorleifsson, 7.1.2012 kl. 15:16

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

BF er bjána-flokkur.

Sigurgeir Jónsson, 7.1.2012 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband