Þverrandi virðing fyrir því gamla
6.1.2012 | 17:50
Ekkert gamalt og gott má standa. Allt skal rifið og nýir og ljótir kassar byggðir svo miðbær Reykjavíkur verði því sem næst óþekkjanlegur frá því var fyrir tuttugu eða þrjátíu árum. Er það þetta sem við viljum? Á ekkert samræmi að vera í tilverunni? Á maður ekki að geta gengið um bæinn með barnabörnunum og sagt frá þeim stöðum þar sem forfeðurnir gengu um, þar sem maður sjálfur dorgaði á bryggjunum eftir marhnút eða ufsa?
Nei, þetta er hin nýja stefna. Öllu skal breytt. Jafnvel landslag tekur gríðarlegum breytingum á nokkrum árum. Heilu fellin hverfa, kroppað er í stærðar fjöll og úr sárinu blæðir. Búin eru til gríðarstór lón þar sem maður gekk einu sinni um, rör og háspennulínur spilla landslagi og tefja för. Nú á jafnvel að virkja lengsta fljót landsins í byggð þannig að landið verður gjörsamlega óþekkjanlegt.
Virðingin fyrir því gamla er engin. Íhaldsemin virðist horfin og enginn spáir í umhverfið. Ég held engu að síður að þetta sé alls ekki það sem Reykvíkingar vilja, það sem þjóðin vill.
Nasa rifið í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt að ekki mætti rífa gömul hús á leyfis Húsafriðunarnefndar og svo mun hluti hússins vera friðaður, skv. upplýsingum á facebooksíðu Láru Hönnu Einarsdóttur.
Marinó G. Njálsson, 6.1.2012 kl. 18:14
Það á varla að fara að rífa gamla húsið. Er ekki bara verið að tala um bakhúsin þar sem skemmtistaðurinn er?
Emil Hannes Valgeirsson, 6.1.2012 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.