Hvenær fær ASÍ endanlega nóg af ríkisstjórninni?
6.1.2012 | 08:54
Loksins rumskar Alþýðusamband Íslands. Ekkert hefur gerst í atvinnumálum þjóðarinnar frá hruni, ríkisstjórnin situr aðgerðarlaus og skrökvar því að almenningi að afrek hennar séu ofurmannleg. Hún hefur þó ekkert gert annað en að sinna helstu skrifstofustörfum.
Nú þurfti loksins formannafund ASÍ til að vekja samfylkingarmanninn Gylfa Arnbjörnsson af svefninum langa. Hann tekur þó ekki dýpra í árinni en að segja ríkisstjórnina á skilorði ... Hvers konar talsmáti er þetta? Hvernig er hægt að gefa ríkisstjórn lengri séns en þrjú ár til að koma hlutunum í gang? Hversu lengi á skilorðið að standa? Er tímafresturinn til 20. janúar, eins og forseti ASÍ segir í viðtalinu við Morgunblaðið í morgun?
Þrjú ár hlýtur að vera nægur tími fyrir ríkisstjórn að koma með frambærilega atvinnustefnu og framfylgja henni. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert gert annað en að skrökva að þjóðinni. Það er útilokað að halda því fram að samviskusamlegt starf opinberra starfsmanna í þrjú ár sé afrek ríkisstjórnarinnar.
Skip með ónýta vél og stöðugan leka verður ekkert betra þótt daglega sé ausið og tekið til. Jafnvel þótt það reki í rétta átt er ekki þar með sagt að skipstjórinn standi sig vel.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bara til að benda þér á, þá er skipið ennþá í fjörunni, því engin endurnýjun varð á áhöfninni sem sigldi því í strand. Það voru notaðir handónýtir hásetar til að fara í brúnna og hinir settir niður á dekk. Sama áhöfn sem ekkert kann nema hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Gylfi var ekki kosinn formaður af hinum almenna launþega og þrátt fyrir tilraunir til að bola honum frá, þá er nú fyrirkomulagið þannig að hinn almenni verkamaður hefur ekki möguleika á því aðkjósa hann út vegna úreltra kosningalaga sem sniðin eru til þess að tryggja stöðu stjórnar hvernig sem hún vinnur. Hans verður minnst sem þess verkalýðsleiðtoga sem mest hefur unnið gegn þeirri stétt sem hann á að starfa fyrir og nægir að benda á rökin hjá honum að halda verðtryggingunni. Það bara eitt og sér sýnir það að maðurinn er ekki bara sofandi, heldur líka á svefnlyfjum. Góður og þarfur pistill hjá þér.
Sigurður Kristján Hjaltested, 6.1.2012 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.