Ögmundur er hentistefnustjórnmálamaður

Og ég sem hélt að Ögmundur Jónasson væri að lagast. Nei, þvert á móti hann er að versna. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að ríkisstjórnin sem hann situr í gerir ekkert. Atvinnulausum fjölgar, skattar hækka og draga kjarkinn úr fólki og atvinnulífinu, ekkert er gert vegna skuldastöðu heimilanna og svo lýgur hún að almenningi. Og enn ætlar Ögmundur Jónasson inn í ESB hvað svo sem flokksmenn hans segja.

Best að hafa það alveg klárt. Við sjálfstæðismenn höfum hvorki áhuga á nokkru samstarfi við stjórnmálaflokk eins og VG sem selur sig purkunarlaust fyrir ráðherrastóla né heldur höfum við áhuga á samstarfi við mann eins og Ögmund sem slær í og úr, hleypur inn og út úr ríkisstjórn eftir því hvorum megin hann fer framúr á morgnanna. 

Og Ögmundur veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Hann daðrar við stjórnarandstöðuna í VG, klappar hana og kjassar, talar svo blíðlega við stjórnarsinnanna í flokknum. Þvílíkur hentistefnustjórnmálamaður sem hann er. Best færi nú á því að hann tæki einu sinni ákvörðun um hvorum meginn hann ætlar að vera og standi við hana. Líklega þykir honum ráðherrastóllinn orðinn svo mjúkur að hann annað hvort getur ekki staðið upp úr honum eða nennir því ekki. Ég veit ekki hvort er verra.


mbl.is Vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Sigurður.

Mykið er ég þér sammála hann hleipur út og suður til að reina að villa mönnum sín svo stjórnin geti troðið þjóðinni í ESB.

Jón Sveinsson, 5.1.2012 kl. 15:53

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ekki laust við að hann Ögmundur sé að valda mörgum vonbrigðum...

Þeir sem góla manna-hæðst aldrei aftur sjálfstæðismenn við stjórn eru Samfylkingarfólk sem þykjist svo tala fyrir hönd heildarinnar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.1.2012 kl. 16:49

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Vera má að það sé til marks um þann kyrkingslega gróður sem pólitíska landslagið á Íslandi býður upp á, að núverandi ríkisstjórn sitji enn, þrátt fyrir sundurlyndi og (að margra mati) rýra eftirtekju. Við Styrmir Gunnarsson höfum velt þessu fyrir okkur, hvor í sinu lagi, og hann tjáð sig um það nýverið :-)

Í þessum orðum mínum er ég ekki að gefa í skyn að gömlu, góðu flokkarnir séu búnir að vera, heldur hafa góðir menn dregið sig í hlé og fást ekki til að gegna þingmennsku, nema í hæsta lagi í röngum flokki, samanber Guðbjartur Hannesson! Og suma daga held ég að Ögmundur Jónasson detti inn í þann hóp líka.

Flosi Kristjánsson, 5.1.2012 kl. 16:51

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ögmundur er réttsýnn og réttlátur lýðræðissinni. Það getur verið að það henti ekki sumum pólitískum öflum. En hans hegðun hentar réttætinu og fjöldanum best.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.1.2012 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband