Árið 2012 og tvö eldgos í vændum ...

Í barnsminni mínu hljómar lagið sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng um árið 2012. Fannst það alltaf í senn dularfullt og heillandi, enda textinn eftir Ómar Ragnarsson. Svo kemur Ómar með nýjan og ekki síður smellinn texta.

Víkjum að háalvarlegum málum. Stundum hef ég hér í pistlum getið um draumspakann mann sem gaukar að mér handónýtum spám um eldgos og annað válegt. Mér gengur harla erfiðlega að hrista hann af mér.

Einhvern tímann hafði ég eftir honum að tuttugu eldgos yrðu á áinu 2011 því hann þóttist hafa staðið einhvers staðar þar sem hátt bar og talið þetta mörg gos um landið allt. Sem betur fer reyndist hann ekki sannspár. Engu að síður er'ann kominn á kreik með nýjan draum sem hann dreymdi síðustu nótt fyrir áramót og vildi endilega troða honum upp á mig.

Í draumnum sá hann lítið og krúttlegt eldgos, svona eins og 5VH gosið en gat ekki staðsett það. Snjór var þó í kring þó gysi á sléttu. Telur hann líklegt að næst gjósi í hálendinu, fjarri mannabyggð. Oafn í þetta litla kemur annað eldgos, -  ekki svo ýkja fjarri heldur hann. Það verður ansi stórt og vaknaði draumamaðurinn með andfælum, löðursveittur og blóðþrýstingurinn kominn upp úr öllu valdi. Var þetta til marks um að drauminn yrði að taka alvarlega.

Ég hef nú ekki svo ýkja mikið álit á draumamanninum en segi frá draumnum hér. Alltaf gott að geta vitnað til þess í framtíðinni að ég hafi sagt frá spádómsdraumi. Draumamaðurinn fullyrðir taldi sig að dreymt fyrir hruninu og hrunahruninu Jóhönnu og Steingríms, en gleymdi að láta mig vita. Þau mistök ætlar hann aldrei að gera aftur og því lætur hann mig nú vita daglega vita af draumförum sínum. Trúið mér, það er ekki mikil skemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hekla er á steypinu og getur hvenær sem er gosið með hálftíma fyrirvara.

Það titrar sífellt undir Kötlu og þegar jökullinn léttist í sumar veit enginn hvað getur gerst.

Í Móðuharðindunum 1783-84 gaus á Reykjaneshrygg, sunnan við Laka og síðar norðan við Laka og einnig í Grímsvötnum.

Austur af Öskju byrjaði land að skjálfa 2007 og kvika sótti upp á við. Síðan eru skjálftar þar áfram.

Ekki hafa í langan tíma verið eins miklar líkur á tveggja eldgosa ári og árið 2012.

Ómar Ragnarsson, 2.1.2012 kl. 01:33

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ekki virðist miklar hreyfingar hafi orðið undir Heklu á síðasta ári og frá því í september hefur dregið mikið úr jarðskjálftum undir Mýrdalsjökli og þeir jafnframt orðið vægari. Hins vegar geta verið til konur með sömu nöfnum sem eins er ástatt um ... ;-)

Draumamaðurinn gleymdi að láta þess getið að stóra eldgosið er líklega austan vð það litla. Hann ítrekar gos í jökli því snjór var í kring ... nema að gjósi í vetrarsnjó á hálendinu ... eða láglendinu ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.1.2012 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband