Órhróður Þorvaldar Gylfasonar
30.12.2011 | 17:29
Hrikalega er málfutningur Þorvaldar Gylfasonar, hagfræðings, ógeðfelldur. Hann hikar ekki við að fara með staðlausa stafi og kann ekki að skammast sín.
Í nokkuð langan tíma hefur honum verið tíðrætt um einhverja sem hafa viðhaft frasann svokallað hrun um efnahagshrunið haustið 2008. Ekki hef ég hugmynd um hverjir það eru. Það skiptir svo sem engu máli. Verra er að hann heldur að hrunið sé eitthvað verkfræðilegt afrek þeirra sem eru á önduverðum meiði við hann í stjórnmálum.
Þorvaldur kann enga sanngirni. Hann reyndir að klína þessu og öðrum óhróðri á pólitíska andstæðinga. Og þetta er maðurinn sem auðfyrirtæki keypti og lét skrifað áróðursgreinar um andstæðinga þess.
Hann var málaliði auðvaldsins, þeirra sem áttu stærstan þátt í hruninu.
Hann hefur varið þessa kolómögulegu ríkisstjórn sem undir yfirskini velferðar hefur ráðist svo heiftarlega að kjörum almennings að engin dæmi eru um slíkt í sögu þjóðarinnar. Þetta er ríkisstjórn sem svikið hefur gerða samninga og sáttmála. Aldrei hefur Þorvaldur gagnrýnt þessa félegu félaga sína sem purkunarlaust svíkjast aftan að almenningi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.