Gerast góðir hlutir núna hratt?

Ekkert liggur á, var oft sagt í gamla daga. Lengi var því haldið fram að góðir hlutir gerist hægt. Í þessu tvennu er dálítið þægilegt samræmi.

Tímarnir eru breyttir og ekki víst að allt í góðu gengi. Á tæplega þriggja ára valdatíma norrænnar velferðarstjórnar á Ísland virðist allt komið á hliðina, öllu á að breyta, helst gjörbreyta. Og sú grunsemd læðist að manni að breytingar eigi sér aðeins forsögu í sjálfum breytingunum.

Helst á að breyta stjórnarskránni, henda þeirri gömlu og taka nýja upp. Hvers vegna er ekki ljóst. Ýmislegt má eflaust breyta í þeirri gömlu en þarf að gjörbreyta ...?

Verið er að gjörbreyta stjórnsýslunni. Gömul ráðuneyti hafa verið lögð niður og starfsemin sameinuð öðrum. Allt gert með einhverri hagkvæmni að leiðarljósi. Og hverjum skyldi hafa dottið í hug nöfnin á þessum ráðuneytum.

Skattkerfið hefur þanist út, nýjir skattar orðið til, virðisaukaskattarnir orðnir þrepaskiptir ... Maður hefur færri peninga í buddunni en áður.

Allt þetta og miklu meira til hefur gerst á þremur árum. Hvers vegna lá svona mikið á. Hefur þessum breytingum fylgt einhver gæfa, gerast góðir hlutir hratt? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband