Verkalýðsrekandi vaknar með andfælum
27.12.2011 | 20:15
Hvað er eiginlega að þessum verkalýðsrekendum? Í þrjú ár hefur atvinnuleysið farið vaxandi og nú eru opinberlega um tólf þúsund manns án atvinnu. Ótaldir eru þó þeir sem flúið hafa land og fundið vinnu annars staðar, ekki eru þeir heldur taldir með sem hafa hrokkið af atvinnuleysisskrá þar sem þeir hafa verið þar of lengi. Og allir eru búnir að gleyma litlu manninum, þeim sem voru verktakar í ýmsum störfum og eiga engan rétt inni á skránni.
Og núna hleypur Sigurður Bessason uppá dekk og talar óðamála um atvinnuleysi og fjárhag heimilanna rétt eins og vandamálin hafi orðið til í fyrradag. Hvar hefur maðurinn haldið sig undanfarin ár? Hvers vegna hefur hann ekki tekið höndum saman með kollegum sínum og krafist úrbóta frá hinni norrænu velferðarstjórn.
Atvinnuleysi er mannskemmandi og af öllum þeim ávirðingum sem hægt er að klína með réttu á stjórnvöld er það einna alvarlegast. Vonandi vita ummæli Sigurðar Bessasonar á gott, að eitthvað sé nú að gerast hjá launþegahreyfinginunni vegna atvinnuleysis og fjárhag heimilanna.
Getum ekki sætt okkur við atvinnuleysið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað finnst Sigurði Bessasyni og Gylfa Arnbjörnssyni um þrælahald, vegna launa undir mögulegum framfærslu-viðmiðum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.12.2011 kl. 20:42
Bara vinna svart það er hægt á ímsum sviðum ég brít ekki reglurnar hirði af rusla haugunum og geri við svo bara sel ég það sem lukkast atvinnuleisi er ekki allt fullt hægt að hgera svart án þess að brjóta lög með því alveg hellingur væri gamann að hafa félagskap uppi á gámasvæðum til dæmis
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 09:29
Þeir vinna ekki fyrir kaupinu sínu, og hafa aldrei# GERT ÞAÐ!!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 28.12.2011 kl. 13:12
þegar ég var tíu ára,ákvað ég að kjósa sjálfstæðisflokkinn, vegna þess að ég hafði uppgvötað að það fólk í hverfinu sem taldist til sjálfstæðisflokksins áttu miklu flottari bíla en aðrir.
Seinna á ævini kaus ég svo sjálfstæðisflokkinn, jafnvel þó andstæðingar hans spyrðu mig hvers vegna,þar sem ég var ekki atvinnurekandi. Ég var hins vegar búin að uppgvötva að verkalýðshreyfingin sofnaði alltaf ef vinstri menn væru við völd, en voru með alskyns yfirlýsingar ef sjálfstæðismenn stjórnuðu landinu, svona er það enn, ég held meira að segja að verkalýðshreyfingin sofi fastar en nokkru sinni.
Sandy, 28.12.2011 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.