Fyrirtækjasamsteypa í eigu Framtakssjóðs

Fyrir jól ritaði Þorkell Sigurlaugsson, stjónarformaður Framtakssjóð Íslands, grein í Fréttablaðið. Í henni mærir hann eðlilega sjóðinn og framtakssemi hans. Sjóðinn stofnuðu sextán lífeyrissjóðir fyrir tveimur árum og markmiðið er „... að fjárfesta í íslenskum yfirtækjum sem eiga sér vænlegan rekstrargrundvöll ...“, eins og Þorkell orðar það í grein sinni. Hann segir:

Markmiðið var að byggja upp öflug fyrirtæki og um leið skila góðri ávöxtun til fjárfesta. Það er ekki markmið Framtakssjóðsins að eiga fyrirtæki til lengri tima þvert á móti á Framtakssjóðurinn að selja hluti sína að hluta eða öllu leyti innan nokkurra ára, eða þegar hlutverki hans er lokið, meðal annars með skráningu á hlutabréfamarkað.

Þetta eru háleit og virðingarverð markmið en manni er engu að síður órótt. Hér er komið mikið vald og ógrynni af peningum í eitt saman fyrirtæki. Völdin eru mikil og því vakna auðveldlega grunsemdir um meðferð og stjórnun þessara fyrirtækja.

Í allri grein Þorkels finn ég enga umhyggju fyrir almenningi, þjóðinni. Ekki heldur er reynt að greina fyrir hvað þau fyrirtæki sem Framtakssjóðurinn vélar um standa í raun og veru fyrir. Þetta veldur mér vonbrigðum.

Staðreyndin er einfaldlega sú að fyrirtæki er starfsfólkið, ekkert annað. Ábyrgð stjórnandans er fyrst og fremst gagnvart því og síðan fjárfestum. Ég held það sé komið nóg af dekri við alls kyns fjárfesta sem hugsa fyrst og fremst um skjótfenginn gróða. Ég sakna gamalla og gróinna fyrirtæki sem nú er búið að rústa og sum hver eru ekki lengur starfandi. Þar réðu ríkjum gamaldags kapítalistar sem hugsuðu um fyrirtækið framar öllu, gerðu sér grein fyrir að það var skjól fyrir starfsmenn, lifibrauð þeirra. Þessi gildi hurfu einhvern vegin á síðustu árum eftir skefjalausa sókn í skyndigróða. Enginn mátt vera að uppbyggingu. Fyrirtækin voru tætt í sundur, skuldsett og yfirgefin.

Ég er hrikalega tortrygginn gagnvart risastórum sjóði sem ætlað er að kaupa upp „vænleg“ fyrirtæki. Sérstaklega ef tilgangurinn er að ná góðri ávöxtun á það fjármagn sem bundið er i sjóðnum ...“. Fyrirtækin í eigu sjóðsins eru óskaplega stór, virka sem samsteypa og geta starfað sem slík meðan verið er að gera þau aðlaðandi í augum fjárfesta. Þau þurfa ekki að taka tillit til neins nema samsteypunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband