Hlé milli gosa hefur ekkert spádómsgildi.

Við höfum oft heyrt það sagt, að Katla sé komin á tíma, að nú hljóti að fara að gjósa vegna þess að viss tími sé liðinn síðan síðasta stórgos var, árið 1918. Þetta er misskilningur. Reynslan sýnir, að eldgos eru yfir leitt það sem vísindin kalla stochastic process. Það er að segja: fyrri atburður eða tímalengd milli atburða hefur engin áhrif á tímasetingu næsta atburðar. Það fæst því engin spá að viti með því að mæla tíðni gosa og lengd goshlés. Hins vegar eru jarðeðlisfræðileg merki mikilvæg. Þau gera ekki spá mögulega, en þau mynda kerfi af upplýsingum, sem kunna að gefa viðvörun um yfirvofandi gos. 

Þetta segir Haraldur Sigurðsson, jarðeðlisfræðingur, í bloggi sínu í gær. Og mikið ári kemur hann okkur leikmönnum á óvart. Nú erum við í tugi ára búnir að bíða eftir eldgosi í Kötlu af því að eldstöðin er komin fram yfir meðalhvíldartíma. Jafnvel Katla veit ekkert af þessu heldur hefur boðið upp á óróa undanfarna mánuði rétt eins og hún sé að kynda upp.

Af öllum tek ég mest mark á Haraldi og síðan hinum óglögga draumamanni sem sífellt dreymir um væntanlegt eldgos í Kötlu. Hann hefur þó brugðist mér ótal sinnum. Haraldur bregst hins vegar ekki og því hvet ég áhugamenn um jarðfræði að lesa nýjasta bloggið hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband