Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Landsbankinn átti tveggja kosta völ
16.12.2011 | 17:39
Landsbankinn átti tveggja kosta völ og báðir voru þeir slæmir frá sjónarhóli bankans. Hann valdi um síðir þann sem skárri var, það er að gefa eftir lánin vegna stofnfjárkaupanna. Hinn kosturinn var sá að standa fast á rétti sínum og fara í hart.
Stofnfjárkaupendurnir hefðu líklegast aldrei látið bankann vaða yfir sig þegjandi og hljóðalaust. Hver króna hefði kostað bankann án efa meiri fjárhæðir í vinnu, töpuðu almenningsáliti og viðskiptum. Trúlega hefðu öll málin tapast enda fordæmið komið í svipuðum málum.
Niðurstaðan sýnir að Landsbankanum er ekki alls varnað. Hann getur átt það til að taka réttar ákvarðanir. En enginn skyldi ætla að það sé af einskærri manngæsku. Blákalt hagsmunamat hefur án efa valdið mestu um ákvörðunina.
![]() |
Svakalegu fargi af okkur létt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get alveg fullyrt það að þessir kaupendur af þessu stofnféi sem veðsettu börn og bú til þess, ætluðu sér að græða feitt á þessum viðskiptum og þeir ætluðu sér öruglega EKKI að skipta gróðanum með öðrum landsmönnum. En þeir eru alveg til í að skipta tapinu með okkur hinum. Ég er alfarið á móti því að greiða skuldir óreiðumanna.
Dexter Morgan, 16.12.2011 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.