Þau hlífðu eigin ráðherrum en ákærðu Geir

Meirihluti Alþingis ákvað fyrir rúmu ári að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdóm. Afskaplega athyglisvert er að skoða hvernig einstakir þingmenn Samfylkingarinnar greiddu atkvæði. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir þetta að umræðuefni á vef sínum. Hann segir (feitletrun er mín):

Eftirtaldir þingmenn [allir í Samfylkingunni] studdu ákæruna gegn Geir en lögðust gegn því að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu:

  • Ólína Þorvarðardóttir,
  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
  • Skúli Helgason,
  • Helgi Hjörvar.

Eftirtaldir þingmenn voru á móti því að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu en töldu rétt að stefna Árna M. Mathiesen fyrir landsdóm:

  • Ólína Þorvarðardóttir,
  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Eftirtaldir þingmenn studdu ákæruna gegn Geir en vildu ekki ákæra Björgvin G. Sigurðsson [allir í Samfylkingunni]:

  • Helgi Hjörvar,
  • Magnús Orri Schram,
  • Oddný G. Harðardóttir,
  • Skúli Helgason,
  • Valgerður Bjarnadóttir
Mörður Árnason greiddi ekki atkvæði um ákæruna gegn Björgvin G. Sigurðssyni.

Með hliðsjón af atkvæðagreiðslunni geta menn velt því fyrir sér hve mikil sanngirni og réttlæti ríki í hugum þeirra þingmann Samfylkingarinnar sem greiddu atkvæði með ofangreindum hætti. 

Finnst ekki fleirum en mér að mikillar ósamkvæmni gæti í atkvæðagreiðslu ofangreindra þingmanna? Voru þessir þingmenn ekki bara að gæta hagsmuna eigin flokksmanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband