Fer Lýsing á hausinn?

Í dag var kveðinn upp dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í máli Smákrana gegn Lýsingu. Skemmst er frá því að segja að fjármögnunarfyrirtækið tapaði málinu. Deilt var um hvort samningur sem þessir aðilar höfðu gert sín á milli væri lánssamningur eða leigusamningur. Niðurstaðan var að um hið fyrrnefnda var að ræða. 

Í pistli á bloggsíðu sinni fer Marinó G. Njálsson nokkuð vel yfir dóminn. Hann segir m.a.:

Merkilegt er til þess að vita, að Lýsing telji sig hafa gert allt rétt sem aðrir gerðu rangt með því einu að kalla hlutina öðru nafni.  Nú hefur Héraðsdómur Reykjavíkur bent fyrirtækinu á að svo er ekki.   Hið góða við þetta mál, er að Lýsing notaði öll vopnin í vopnabúrinu og þau reyndust haldslaus.  Hafa verður þó í huga að málið á eftir að fara fyrir Hæstarétt.  Þó mér þyki það ólíklegt, þá er aldrei hægt að útiloka þann möguleika að rétturinn snúi þessari niðurstöðu.  Þangað til mun Lýsing örugglega halda áfram að vörslusvipta fyrirtæki og einstaklinga í krafti þess að málunum sé ekki lokið fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp rausn sína. 

Marinó telur þó mestu máli skipta vegna niðurstöðu héraðsdóms hvort Lýsing geti staðið sannað gjaldfærni sína staðfesti Hæstiréttur dóminn. Taka má undir þá skoðun Marinós að lántakar hjá Lýsingu muni án efa fara í hart. Fjöldi aðila hefur misst tæki og tól í krumlur Lýsingar og hugsanlegt er að fyrirtækið þurfi nú að bæta þeim skaðann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er áfrýjunin til þess eins að lengja í snörunni?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 17:59

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Vonandi fer þettað glæpafyrirtæki á hausinn verður skipt upp og þýfinu skilað þessir þjófar eru búnir að ræna fjölda manns

með svikum og prettum. Lennti sjálfur mjög illa út úr viðskiptum við þá.Þettað eru bölvaðir þjófar og ekkert annað!

Örn Ægir Reynisson, 2.12.2011 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband